Leikskólanefnd

28. fundur 29. maí 2012 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Friðrik Friðriksson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltúi
Dagskrá

1.1205321 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið

2.1205155 - Umsókn um leyfi til daggæslu

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið

3.1205211 - Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun starfsleyfis

4.1205560 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir starfsleyfið með fyrirvara um að öllum tilskyldum gögnum sé skilað inn og jákvæð umsögn daggæslufulltrúa liggi fyrir.

5.1204231 - Fækkun barna í leikskólanum Dal

Leikskólanefnd tekur undir rök og áhyggjur leikskólastjóra, en biðlisti leyfir því miður ekki eins og er að plássum sé fækkað. Leikskólanefnd er tilbúin að skoða málið aftur þegar innritun liggur betur fyrir. Leikskólanefnd beinir því til umhverfissviðs að brýnt sé að leita lausna á hljóðvist og lýsingu.  

6.1204358 - Tillaga að breyttri gjaldskrá leikskólanna í Kópavogi

Lögð fram tillaga Arnþórs Sigurðssonar um breytingu á uppbyggingu gjaldskrár leikskóla. Miklar umræður urðu um málið. Tillögunni er frestað og óskað er eftir að menntasvið geri ákv. útreikninga á hugsanlegri kostnaðarbreytingu bæjarins og foreldra.  

7.1204004 - Tölvumál í leikskólum

Leikskólafulltrúi upplýsti að búið er að stofna starfshóp til að gera tillögur og fjalla um tölvumál í leikskólum. Starfshópurinn mun starfa í nánu samstarfi við UT deild. Lagt er til að forstöðumaður UT deildar komi á næsta fund nefndarinnar.

8.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Lagt fram. Leikskólanefnd lítur á það fyrirkomulag sem ákveðið var varðandi samræmingu skipulagsdaga eftir stærri hverfum en áður, sem tilraun sem endurskoða þarf fyrir skólaárið 2013-2014.

9.1205469 - Forvarnaráætlun leikskóla Kópavogs

Lögð fram til kynningar. Leikskólanefnd lýsir yfir ánægju með forvarnaráætlunin.

Önnur mál


a: Dreift tillögum frá Sigurði Grétarssyni. Tillögurnar verði ræddar á næsta fundi nefndarinnar.

b: Lausar stofur við leikskólann Baug. Leikskólanefnd upplýst um gang mála.

C: Sagt frá þjónustusamningum sem fyrirhugað er að gera við dagforeldra. Málið verður rætt á næsta fundi.

Næsti fundur verður 21. júní.

Fundi slitið - kl. 18:30.