Leikskólanefnd

25. fundur 07. febrúar 2012 kl. 16:30 - 18:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sesselja Hauksdóttir starfsmaður nefndar
  • Arnþór Sigurðsson formaður
  • Sigurrós Þorgrímsdóttir aðalfulltrúi
  • Rakel Ýr Isaksen áheyrnarfulltrúi
  • Gunnlaugur Snær Ólafsson varafulltrúi
  • Sigurður M Grétarsson aðalfulltrúi
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir fulltrúi skólastjóra
  • Áslaug Pálsdóttir vara foreldrafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • María Kristófersdóttir varamaður
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri
Dagskrá

1.1106247 - Starfsáætlun leikskóla 2011-2012

Leikskólanefnd staðfestir starfsáætlun leikskólans Aðalþings.

2.1201329 - Umsókn um leyfi til daggæslu barna

Leikskólanefnd samþykkir leyfi til daggæslu barna.

3.1201070 - Umsókn um heimagreiðslu vegna veikinda barns

Leikskólafulltrúa falið að finna erindinu réttan farveg.

4.1201306 - Beiðni um að vinna rannsókn

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina og óskar eftir að fá sendar niðurstöður rannsóknar til kynningar.

5.1006343 - Fundir leikskólastjóra 2011 - 2012

Fundargerðir þriggja síðustu funda lagðar fram

6.1202056 - Ályktun frá fundi 17. janúar 2012

Leikskólanefnd ítrekar fyrri bókun sína varðandi sama mál frá fundi nefndarinnar 6. desember síðastliðinn og bendir á að þetta er hugsað sem tímabundin ráðstöfun vegna umrædds lögbundins verkefnis þetta eina skólaár, 2012-2013, en ekki sem viðbótarskipulagsdagar í leikskólum Kópavogs.

 

7.1107041 - Skóladagatal - Samræming starfsdaga leik- og grunnskóla

Lagt fram. Nefndin fagnar þeim árangri sem náðst hefur við samræmingu skipulagsdaga leik- og grunnskóla fyrir skólaárið 2012-2013.

Fundi slitið - kl. 18:30.