Leikskólanefnd

7. fundur 08. júní 2010 kl. 16:15 - 18:15 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundargerð ritaði: Sigríður Síta Pétursdóttir leikskólaráðgjafi
Dagskrá

1.1006086 - Starfsmannamál - Leikskólanefnd 08.06.2010

 Leikskólanefnd samþykkir að umsækendur verði ráðnir 

2.1006088 - Verktakasamningar vegna stoðþjónustu leikskóla

Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun verktakasamninga.

3.1002159 - Útikennslusvæði í Kópavogi

Fundargerð umhverfisráðs Kópavogs 3.maí 2010 lögð inn til umsagnar.

Leikskólanefnd fagnar hugmyndum um útikennslusvæði og hvetur til þess að tillögur umhverfisráðs verði samþykktar.

4.1006137 - Verksamningur um ræstingar

Leikskólanefnd vísar verksamningi til skoðunar hjá bæjarlögfræðingi og afgreiðslu hans til nýrrar leikskólanefndar. Leikskólanefnd fagnar því að í tengslum við innleiðingu á gæðakerfi bæjarins hafi verktakasamningur þessi komið til umfjöllunar nefndarinnar og hvetur nýja nefnd til að skoða ræstingar í leikskólum í stærra samhengi.

5.1006143 - Samantekt vegna vinnu leikskólaráðgjafa

Leikskólanefnd þakkar Sigríði Sítu Pétursdóttur fyrir greinargóða skýrslu og fagnar jákvæðum niðurstöðum hennar.

6.1006133 - Beiðni um stuðning við barn í einkaskóla

Leikskólanefnd samþykkir beiðnina.

Leikskólanefnd þakkar ánægjulegt samstarf síðast liðin fjögur ár og óskar nýrri leikskólanefnd velfarnaðar á nýju tímabili.

Fundi slitið - kl. 18:15.