Jafnréttisnefnd

296. fundur 20. október 2010 kl. 17:15 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Jafnréttisáætlanir grunnskóla
Kvennafrí 25. október
Kynjuð hagstjórn - opinn fyrirlestur
Afmæli jafnréttisnefndar

a) Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir fundi með skólastjórum í byrjun mánaðar, þar sem  var ákveðið að grunnskólar gera sameiginlega jafnréttisáætlun, líkt og er hjá leikskólum Kópavogs. Jafnréttisráðgjafi kynnti einnig nýtt námsefni í jafnréttisfræðum fyrir öll stig grunnskólans, sem meðal annars varð til í verkefninu Jafnrétti í skólum.

Í kjölfarið fór jafnréttisráðgjafi á kennarafund í Kársnesskóla og kynnti námsefni fyrir kennurum og upplýsingabankann, jafnrettiiskolum.is

b) Bæjarstjóri hefur sent stjórnendum og starfsmönnum hvatningu um þátttöku í kvennafríi, konur til að mæta á Arnarhól og karla að sinna börnum og taka þau með til vinnu.

c) Jafnréttisráðgjafi fór á málþing um kynjaða hagstjórn á vegum fjármálaráðuneytisins, 18. október og sagði frá því.

d) Afmæli jafnréttisnefndar. Um þessar mundir er jafnréttisnefnd 35 ára, elsta nefndin á sveitarstjórnarstiginu og sú eina sem heitir enn jafnréttisnefnd. Verður rætt áfram á næsta fundi.

 

 

2.809065 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Námskeið á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga 1.-2 nóvember.

Rætt um námskeiðið sem framundan er og hverjir mæta.

3.912042 - Önnur mál jafnréttisnefndar.

a) Greinargerð NEI-átaks, sem fékk styrk frá nefndinni í sumar, lögð fram.

b) Jafnréttisnefnd óskar eftir að fá upplýsingar um mismunandi greiðslur til nefnda, svokallaðra minni og stærri nefnda og fá skýringar á bakvið þennan mun.

c) Heimgreiðslur. Jafnréttisnefnd óskar eftir að fá upplýsingar um heimgreiðslur, kyngreindar upplýsingar um notkun á heimgreiðslum, hver upphæðin er og hvað greitt er með mörgum börnum.

d) Framfærsla sveitarfélags. Eru til kyngreindar upplýsingar um hverjir eru á framfærslu sveitarfélags og upphæðir.

 

Fundi slitið - kl. 18:30.