Jafnréttisnefnd

286. fundur 26. október 2009 - 18:00 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Barbara Kristjánsdóttir starfsmaður jafnréttisnefndar
Dagskrá

1.911099 - Nýr starfsmaður jafnréttisnefndar. Barbara Kristjánsdóttir

Kynning á nýjum starfsmanni jafnréttisnefndar.

Nýr starfsmaður boðinn velkominn til starfa. Formaður fór yfir dagskrá fundarins og þau verkefni sem framundan eru hjá nefndinni.

2.911095 - Fundur stjórnmálakvenna í Kópavogi. Tillaga um að boða til fundar

Formaður kynnti þá hugmynd að boða til fundar meðal stjórnmálakvenna í Kópavogi (aðal- og varamenn í bæjarstjórn og aðal- og varmenn í nefndum og ráðum). Fundarefni: Aðgerðir um aukna þátttöku kvenna í stjórnmálum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Til undirbúnings þeim fundi vill formaður biðja konur jafnréttisnefndar um að hittast ásamt efstu konum á listum; Sigurrósu, Guðríði og Guðbjörgu að koma á fund til skrafs og ráðgerða um skipulag og boðun á fundinn.

 

Samþykkt að boða til undirbúningsfundar: Þriðjudag 3. nóvember kl. 14.30, bæjarskrifstofum Kópavogs.

 

3.911098 - Jafnrétti í skólum

Formaður tilkynnir að niðurstöður og mat á verkefninu ?Jafnrétti í skólum? sé tilbúið og yrðu kynning á niðurstöðunum færi líklega fram í nóvember í samstarfi við Jafnréttisstofu.

4.911097 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Undirbúningur undirrituna

Rætt var um undirbúning undirritunar Kópavogsbæjar undir Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Starfsmanni var falið að undirbúa málið.

5.911188 - Norræn ráðstefna um foreldraorlof, umönnunarstefnu og stöðu kynjanna 22. október

Starfsmaður jafnréttisnefndar kynnti það sem kom fram á ráðstefnu um foreldraorlof þann 22. okt. síðast liðinn.

6.911100 - Ímyndarherferð um jafnréttismál

Opin umræða varð um ímyndarherferð um jafréttismál.

Fundi slitið - kl. 18:00.