Jafnréttisnefnd

294. fundur 25. ágúst 2010 kl. 17:15 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1008184 - Kynjafræði fyrir kennara. Jafnréttisnámskeið.

Jafnréttisnámskeið fyrir grunnskólakennara var haldið fimmtudaginn 19. ágúst síðast liðinn. Þátttakendur voru um 30 frá Kópavogsbæ en einnig sátu námskeiðið kennarar frá Mosfellsbæ og Menntaskólanum í Kópavogi. Jafnréttisstofa hélt utan um námskeiðið og fær hver grunnskóli eftirfylgni í kjölfarið, tvisvar sinnum í vetur.

 

2.1008182 - Landsfundur jafnréttisnefnda. Fundarboð

Verður 10.-11. september á Akureyri.

Jafnréttisráðgjafi og flestir nefndarmenn sjá sért fært að mæta. Jafnréttisráðgjafa falið að tilkynna þátttöku.

3.1008186 - Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu. Boð.

Fellur inní dagskrá landsfundar jafnréttisnefnda, 10. september 2010.

Sömu aðilar sækja þetta afmælisboð og landsfund jafnréttisnefnda.

4.1006294 - Ósk um framlag til rekstrar og verkefna Mannréttindaskrifstofu Íslands

Formaður jafnréttisnefndar átti fund með framkvæmdastjóra MSRÍ nýlega.

Nefndarmenn skoðuðu útgáfa MSRÍ síðustu ár. Umræður.

Jafnréttisnefnd veitir jákvæða umsögn um styrkbeiðni þessa og leggur til að bæjarráð styrki starfsemi MSRÍ.

5.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Fjármál nefndarinnar. Farið yfir stöðu málaflokksins.

Jafnréttisáætlanir grunnskóla, jafnréttisráðgjafa falið að kanna hvort það er áhugi hjá grunnskólum að vinna saman að jafnréttisáætlun líkt og er hjá leikskólum bæjarins. Jafnréttisáætlanagerð var hluti af jafnréttisnámskeiðinu fyrir grunnskóla sem haldið var hér nýlega.

Fundi slitið - kl. 18:30.