Jafnréttisnefnd

290. fundur 06. apríl 2010 kl. 17:15 - 18:15 Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarh
Fundargerð ritaði: Kristín Ólafsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Guðmundur Heiðar Helgason og Helga Guðrún Jónasdóttir komu eftir að fundur hófst.

1.1002235 - Samstarf vegna jafnréttisviku í MK 2010

Jafnréttisvikan gekk mjög vel. Allir atburðir vel sóttir og Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra kom á lokaatburðinn. Jafnréttisráðgjafi skrifaði frétt á vef bæjarins sem ekki hefur birst.

Jafnréttisnefnd er ánægð með samstarfið við Menntaskólann í Kópavogi og vonast eftir áframhaldandi samstarfi.

2.1002266 - Jafnréttisverkefni 2010

Jafnréttisviðurkenning verður afhent miðvikudaginn 12. maí, á Kópavogsdögum. Auglýst hefur verið eftir tilnefningum. Fá aðila sem hafa fengið viðurkenningu að fjalla um þeirra jafnréttisstarf.

3.911098 - Jafnrétti í skólum

19. mars var lokaskýrsla þróunarverkefnisins Jafnrétti í skólum, kynnt á fundi í menntamálaráðuneytinu. Menntamálaráðherra lagði áherslu á að verkefninu lyki ekki hér með, heldur væri fyrsta áfanga lokið. Hörðuvallaskóli og Smárahvammur tóku þátt fyrir hönd Kópavogsbæjar og þakkar nefndin þeim góða vinnu og samstarfið í verkefninu.

Næsti fundur ákveðinn 4. maí kl. 17:15

Fundi slitið - kl. 18:15.