Jafnréttis- og mannréttindaráð

29. fundur 15. október 2014 kl. 17:00 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
  • Ragnheiður Bóasdóttir formaður
  • Guðrún Hulda Eyþórsdóttir aðalfulltrúi
  • Lárus Axel Sigurjónsson aðalfulltrúi
  • Unnur Tryggvadóttir Flóvenz aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Björgvinsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákvað að veita þremur aðilum viðurkenningu í ár. Tilkynnt verður síðar um hverjir hljóta viðurkenninguna.

1.1410204 - Tilnefning til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2014

Tilnefnd er starfsþjálfun Örva, Kársnesbraut.

2.1410214 - Tilnefning til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2014

Tilnefnt er íþróttafélagið Gerpla

3.1410235 - Tilnefning til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2014

Tilnefndur er Kópavogsskóli og Kjarninn.

4.1410234 - Tilnefning til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2014

Tilnefnd er skólahljómsveit Kópavogs.

5.1410229 - Tilnefning til jafnréttis- og mannréttindaviðurkenningar 2014

Tilnefndur er leikskólinn Álfaheiði og SOS samtökin fyrir árangursríkt samstarf.

6.1410221 - Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar

Niðurstaða talninga er sú að 54% nefndarmanna eru karlar og 46% nefndarmanna konur. Formenn nefnda eru í sjö tilvikum konur og í 6 tilvikum karlar.

Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar uppfyllir ákvæði 15. gr. jafnréttislaga og er í samræmi við jafnréttisstefnu bæjarins.

7.1409294 - 100 ára kosningaréttur kvenna 2015

Frestað fram til næsta fundar 29. október n.k.

8.1408261 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogs 2014-2018

Frestað fram til næsta fundar 29. október n.k. Formaður sendir upplýsingar um gögn sem gott er að kynna sér fyrir fundinn.

9.809065 - Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum.

Til kynningar

Fundi slitið.