Jafnréttis- og mannréttindaráð

110. fundur 30. október 2024 kl. 17:00 - 18:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • Helga G Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karítas Eik Sandholt starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Karítas Eik Sandholt Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.24093107 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa Ragnars Guðmundssonar um kynningu á sviði upplýsingatækni og persónuverndar

Ásmundur R. Richardsson persónuverndarfulltrúi heldur kynningu samkvæmt beiðni jafnréttis- og mannréttindaráðs sem óskaði eftir kynningu á sviði upplýsingatækni og persónuverndar um þær reglur sem gilda um notkun nemenda á tækjum og hugbúnaði í eigu skólanna. Jafnframt er óskað eftir kynningum á meðferð upplýsinga er varðar persónuleg málefni íbúa bæjarins.
Lagt fram og kynnt

Gestir

  • Ásmundur R. Richardsson Persónuverndarfulltrúi - mæting: 17:08

Almenn mál

2.24093111 - Tillaga bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um opin fund jafnréttis- og mannréttindaráðs

Umræða um ábendingar og tillögugátt frá bæjarbúum í gegnum vef bæjarins.
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að hefja undirbúning fyrir fund sem haldinn verður fyrri hluta næsta árs.

Almenn mál

3.24101653 - Styrkur jafnréttis- og mannréttindaráðs 2025

Umræða um auglýsingu vegna tilnefninga og umsókna til viðurkenningar og styrks jafnréttis- og mannréttindaráðs
Umræða um að auglýsing um viðurkenningu og styrk yrði birt 6. nóvember til 26. nóvember og að ráðið úthluti styrk í janúar 2025.

Fundi slitið - kl. 18:33.