Jafnréttis- og mannréttindaráð

109. fundur 09. október 2024 kl. 17:00 - 18:19 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Ragnar Guðmundsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Helga G Halldórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karítas Eik Sandholt starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Karítas Eik Sandholt Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.24093111 - Tillaga bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um opin fund jafnréttis- og mannréttindaráðs

Umfjöllun um opin fund Jafnréttis- og mannréttindaráðs í október samkvæmt heimild 46. gr. sveitastjórnarlaga nr. 138/2011.
Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að óska eftir ábendingum og tillögum frá bæjarbúum í gegnum vef bæjarins samhliða því að óska eftir tilnefningum til viðurkenningar og umsóknum um styrk jafnréttis- og mannréttindaráðs.

Almenn mál

2.2208461 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - önnur mál

Jafnréttis- og mannréttindaráð ræðir heimsóknir á starfsstöðvar.
Ráðið ákveður að óska eftir heimsókn á Velferðarsvið Kópavogsbæjar.

Almenn mál

3.24093112 - Erindi nefndarfulltrúa Hildar Maríu Friðriksdóttur vegna greinarskrifa nefndarfulltrúa jafnréttis- og mannréttindaráðs

Umræða um greinarskrif nefndarfulltrúa á opinberum vettvangi.
Rætt

Almenn mál

4.2410492 - Erindi bæjarfulltrúa Indriða I. Stefánssonar um fyrirkomulag á afboðun funda

Erindi og umræða um fyrirkomulag á fundarboðun og afboðun funda.
Rætt

Fundi slitið - kl. 18:19.