Erindi frá Indriða I. Stefánssyni, nefndarmanni Pírata:
"Áskorun frá Jafnréttis- og mannréttindaráði Kópavogs um að leiðrétta atkvæðavægi í Suðvesturkjördæmi.
Ef atkvæðavægi kjördæmisins er borið saman við önnur kjördæmi sést eftirfarandi
Miðað við óbreytta kjörskrá frá 2021
eru 4042 atkvæði á bak við hvern þingmann
eftir breytingar vegna atkvæðavægis eru í:
NV 3078 atkvæði á bak við hvern þingmann (76% af landsmeðaltali)
NA 2989 atkvæði á bak við hvern þingmann (73% af landsmeðaltali)
SU 3842 atkvæði á bak við hvern þingmann (95% af landsmeðaltali)
SV 5266 atkvæði á bak við hvern þingmann (130% af landsmeðaltali)
RS 4156 atkvæði á bak við hvern þingmann (103% af landsmeðaltali)
RN 4124 atkvæði á bak við hvern þingmann (102% af landsmeðaltali)
Ég vil að við sendum út áskorun á Rikisstjórn og Alþingi að það sé ótækt að Suðvesturkjördæmi sé það eina sem býr við skert atkvæðavægi."