Jafnréttis- og mannréttindaráð

98. fundur 29. mars 2023 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir formaður
  • Sigrún Bjarnadóttir varaformaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Áframhaldandi stefnuvinna.

Almenn mál

2.2208460 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Fyrirspurnir

Lagt fram svar mannauðsstjóra við fyrirspurn jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 9. nóvember 2023.
Lagt fram.

Fundargerðir til kynningar

3.2301277 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar

Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar frá 9.2. sl. þar sem fram koma eftirfarandi bókanir:



Bókun:

„Líkt og fram kom í svari bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 13. desember s.l. var, samhliða kynjasjónarmiðum, horft til reynslu og þekkingar þeirra einstaklinga sem valdir voru til trúnaðarstarfa fyrir hönd meirihlutans. Ekki hefur orðið breyting á því sjónarmiði. Kynjahlutfall í nefndum og ráðum bæjarins er heilt yfir innan marka líkt og fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð 8. desember s.l. sem svar við svipaðri fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Pírata.“



Ásdís Kristjánsdóttir

Hjördís Ýr Johnson

Andri Steinn Hilmarsson

Björg Baldursdóttir



Bókun:

"Í umræddu minnisblaði kemur fram að „samkvæmt 28.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta að því að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða [...] og samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2021 á það við um hverja nefnd fyrir sig.“



Ljóst er að umrædd kynjahlutföll eru ekki uppfyllt í þremur nefndum þar sem meirihlutinn skipaði alla fulltrúa sína af sama kyni."



Sigurbjörg E. Egilsdóttir





Bókun:

"Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur"

Helga Jónsdóttir
Lagt fram.

Bókun:
Vísum í bókun meirihluta frá fundi bæjarráðs 9.2.23 og teljum hana fullnægjandi svar við fyrirspurn ráðsins.

Heiðdís Geirsdóttir

Sigrún Bjarnadóttir
Signý Sigurrós Skúladóttir


Bókun:
Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skal, við skipan í nefndir á vegum sveitarfélaga gæta þess að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40%. Aðeins er heimilt að víkja frá því þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að það sé ekki mögulegt. Það er því ljóst að sú skýring að "horft sé til reynslu og þekkingar" er ekki fullnægjandi skýring fyrir því að hlutskarpasta framboð í næstfjölmennasta sveitarfélagi landsins til þess að koma sér undan því að uppfylla jafnréttissjónarmið við skipan í nefndir enda hefur ekki verið gerð grein fyrir þeirri þekkingu eða reynslu sem stuðluðu að vali í nefndirnar né liggur fyrir rökstuðningur þess efnis.

Indriði Stefánsson
Hildur María Friðriksdóttir
María Ellen Steingrímsdóttir


Tillögu Indriða Stefánssonar um að vísa erindinu til Jafnréttisstofu frestuð til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:00.