Lögð fram fundargerð bæjarstjórnar frá 9.2. sl. þar sem fram koma eftirfarandi bókanir:
Bókun:
„Líkt og fram kom í svari bæjarstjóra á fundi bæjarstjórnar 13. desember s.l. var, samhliða kynjasjónarmiðum, horft til reynslu og þekkingar þeirra einstaklinga sem valdir voru til trúnaðarstarfa fyrir hönd meirihlutans. Ekki hefur orðið breyting á því sjónarmiði. Kynjahlutfall í nefndum og ráðum bæjarins er heilt yfir innan marka líkt og fram kemur í minnisblaði sem lagt var fyrir bæjarráð 8. desember s.l. sem svar við svipaðri fyrirspurn frá bæjarfulltrúa Pírata.“
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Björg Baldursdóttir
Bókun:
"Í umræddu minnisblaði kemur fram að „samkvæmt 28.gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 skal við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga gæta að því að hlutfall kvenna og karla sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða [...] og samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2021 á það við um hverja nefnd fyrir sig.“
Ljóst er að umrædd kynjahlutföll eru ekki uppfyllt í þremur nefndum þar sem meirihlutinn skipaði alla fulltrúa sína af sama kyni."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Bókun:
"Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar E. Egilsdóttur"
Helga Jónsdóttir