Jafnréttis- og mannréttindaráð

97. fundur 08. mars 2023 kl. 17:00 - 18:30 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Eva Sjöfn Helgadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Áframhaldandi vinna við jafnréttisáætlun.
Fundurinn þakkar Jóhönnu verkefnastjóra velferðarsviðs fyrir góða kynningu og umræður.

Gestir

  • Jóhanna Ólafsdóttir, verkefnastjóri - mæting: 17:00

Almenn mál

2.2303498 - Tilnefningar til viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs 2023

Jafnréttis og mannréttindaráð veitir árlega jafnréttisviðurkenningu þeirri stofnun, fyrirtæki, nefnd eða ráði Kópavogsbæjar, einstaklingi, félagi, fyrirtæki eða stofnun sem hefur að mati ráðsins staðið sig best undangengið ár við framgang jafnréttismála í Kópavogi.

Jafnréttis- og mannréttindaráð ákveður að safna tilnefningum til viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs. Auglýst verður opinberlega eftir tilnefningum í lok sumars og viðurkenning veitt í haust.


Fundi slitið - kl. 18:30.