Jafnréttis- og mannréttindaráð

95. fundur 01. febrúar 2023 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Heiðdís Geirsdóttir aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir aðalmaður
  • Hildur María Friðriksdóttir aðalmaður
  • Indriði Ingi Stefánsson aðalmaður
  • María Ellen Steingrímsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Margrét Pála Ólafsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Helga G Halldórsdóttir vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Auður Kolbrá Birgisdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Auður Kolbrá Birgisdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026

Vinna við gerð jafnréttisáætlunar/stefnu í jafnréttismálum.

Sviðsstjóri velferðarsviðs, Sigrún Þórarinsdóttir mætir á fundinn og situr fyrir svörum ráðsins um stöðu jafnréttis- og mannréttindamála á velferðarsviði.
Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar Sigrúnu fyrir komuna og áhugavert samtal um starf Velferðarsviðs Kópavogsbæjar.

Gestir

  • Sigrún Þórarinsdóttir - mæting: 17:00

Almenn mál

2.2301277 - Jafnréttis- og mannréttindaráð - Kynjahlutfall í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar

Erindi frá Indriða Inga Stefánssyni varabæjarfulltrúa varðandi kynjahlutfall nefnda og ráða Kópavogsbæjar eftir sveitarstjórnarkosningar 2022.
Jafnréttis- og mannréttindaráð vísar fyrirspurn Pírata um kynjahlutföll í nefndum og ráðum Kópavogsbæjar til bæjarráðs. Óskað er eftir rökstuðningi fyrir ákvörðun bæjarráðs vegna nefnda þar sem reglur um kynjahlutföll eru ekki uppfylltar.

Almenn mál

3.23012267 - Erindi um mikilvægi þess að tryggja stöðu fólks með kynhlutlausa skráningu við umfjöllun um íþróttafólk ársins

Jafnréttis- og mannréttindaráð hvetur Íþróttaráð til að hafa kynhlutlausa skráningu íþróttafólks í huga við veitingu verðlauna.

Almenn mál

4.23012266 - Erindi um mikilvægi þess að tryggja jafna stöðu allra óháð kyni við umsóknir á vef bæjarins

Jafnréttis- og mannréttindaráð ítrekar mikilvægi þess að starfsauglýsingar á vegum Kópavogsbæjar séu kynhlutlausar og hvetji öll áhugasöm til að sækja um störfin óháð kyni.

Fundi slitið - kl. 19:00.