Ráðið felur jafnréttisráðgjafa að senda eftirfarandi fyrirspurn til grunnskóla í Kópavogi:
1. Eru farnar skipulagðar heimsóknir til trúar- og lífsskoðunarfélaga á vegum skólans?
2. Hversu margar ferðir eru farnar á ári, hvenær og til hverra?
3. Hvaða árgangar fara í slíkar ferðir?
4. Hvert er fyrirkomulag slíkra ferða?
4.a. Hversu mörg börn úr hverjum árgangi fara í slíkar ferðir?
4.b. Hversu mörg börn úr hverjum árgangi fá undanþágu frá ferðum?
4.c Þarf að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá undanþágu frá ferðum, og ef svo er hver eru þau skilyrði?
4.d. Hvert er fyrirkomulag skráningar í slíkar ferðir?