Jafnréttis- og mannréttindaráð

62. fundur 26. september 2018 kl. 17:00 - 18:40 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Digranes
Fundinn sátu:
  • Gunnar Sær Ragnarsson formaður
  • Valdís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Davíð Snær Jónsson aðalmaður
  • Hákon Helgi Leifsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1806083 - Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum

Lagt fram.

Almenn mál

2.1809655 - Jafnlaunastefna Kópavogsbæjar 2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir jafnlaunastefnuna fyrir sitt leyti.

Almenn mál

3.1808215 - Jafnréttis- og mannréttindastefna Kópavogsbæjar 2018-2022

Ráðið óskar eftir því að verkefnastjóri stefnumótunar komi á næsta fund ráðsins og kynni þá stefnumótun sem fram fer í sveitarfélaginu í tengslum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu Þjóðanna og hvernig sú vinna sem tengist jafnréttis- og mannréttindastefnu sveitarfélagsins.

Almenn mál

4.1809652 - Styrkveiting jafnréttis- og mannréttindaráðs 2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð beinir því til bæjarstjórnar við gerð næstu fjárhagsáætlunar að hækka fjármagn fyrir styrkveitingu ráðsins úr 400.000 kr. í 500.000 kr.
Ef miðað er við vísitölu neysluverðs frá janúar árið 2011 til ágúst 2018 hefur vísitalan hækkað 25 prósent, sem ætti að hafa í för með sér hækkun á styrkveitingu ráðsins í 500.000 kr. Að mati ráðsins er það tímabært þar sem hafna hefur þurft verðugum verkefnum í þágu jafnréttis- og mannréttindamála í Kópavogsbæ. Með þessu myndi Kópavogsbær sýna virðingu fyrir málaflokknum í verki og styðja við framgang jafnréttis- og mannréttindamála í sveitarfélaginu.

Jafnréttisráðgjafa er falið að auglýsa eftir styrkumsóknum vegna ársins 2018. Frestur til að skila inn umsóknum verður til og með 16. október nk. Stefnt er að því að umsóknarferli verði rafrænt fyrir næsta umsóknartímabil.

Fundi slitið - kl. 18:40.