Jafnréttis- og mannréttindaráð

60. fundur 07. febrúar 2018 kl. 08:00 - 09:00 í Molanum ungmennahúsi Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Ísól Fanney Ómarsdóttir aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

Almenn mál

1.1712467 - Launakönnun skv. jafnréttis- og mannréttindastefnu 2015-2018

Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar Evu Halapi frá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri fyrir kynningu á launakönnun sem miðstöðin vann að beiðni ráðsins.

Niðurstaða könnunarinnar er að þegar tekið hefur verið tillit til áhrifaþátta á borð við aldur, starf, svið, starfsaldur og vinnutíma er ekki marktækur munur á heildarlaunum kynjanna hjá Kópavogsbæ.

Síðast þegar sambærileg rannsókn var gerð á vegum bæjarins árið 2013 voru karlar með 3,25% hærri laun en konur.

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar því að kynbundnum launamun meðal starfsfólks hafi verið eytt.

Gestir

  • Bæjarráð, bæjarstjóri, sviðstjórar og deildarstjórar hjá Kópavogsbæ - mæting: 08:15

Fundi slitið - kl. 09:00.