Jafnréttis- og mannréttindaráð

53. fundur 23. febrúar 2017 kl. 17:00 - 18:00 á Digranesvegi 1, fundarherbergi - Papey
Fundinn sátu:
  • Ragnheiður Bóasdóttir aðalfulltrúi
  • Amid Derayat aðalfulltrúi
  • Sema Erla Serdar aðalfulltrúi
  • Guðmundur Hákon Hermannsson vara áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir Jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Jafnréttis- og mannréttindaráð frestaði umfjöllun um stefnuna til næsta fundar.

2.1702421 - Umsóknir um styrki jafnréttis- og mannréttindaráðs

Auglýst verður eftir umsóknum um styrki nefndarinnar. Til úthlutunar eru kr. 400.000

3.1703012 - Stefna um málefni innflytjenda

Sema Erla Serdar óskar eftir að eftirfarandi verði bókað: ,,Undirrituð leggur til að endurskoðun á stefnu Kópavogsbæjar í málefnum innflytjenda verði sett í forgang. Ljóst er að stefna bæjarins í málefnum innflytjenda er ekki í samræmi við þá þróun sem hefur átt sér stað í bæjarfélaginu síðustu ár en það er grundvöllur fyrir því að tryggja virka þátttöku allra íbúa í bænum."

Aðalfulltrúarnir Ragnheiður Bóasdóttir og Amid Derayat taka undir þessa bókun ásamt áheyrnarfulltrúanum Guðmundi Hákoni Hermannssyni.

Fundi slitið - kl. 18:00.