Jafnréttis- og mannréttindanefnd

8. fundur 16. nóvember 2011 kl. 17:15 - 19:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Erla Karlsdóttir formaður
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Þorsteinn Ingimarsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Janus Arn Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1111040 - Erindi frá foreldri vegna mismununar í grunnskólum Kópavogs

Jafnréttis- og mannréttindaráð felur jafnréttisráðgjafa að afla eftirfarandi upplýsinga fyrir næsta fund:

a. frá sóknum um það hvort fermingafræðsla og fermingaferðalög fari fram á skólatíma.

b. frá grunnskólum bæjarins um það hvort þau börn sem ekki fara í fermingaferðalög fái kennslu á þeim tíma og hvernig þeirri kennslu sé háttað

c. um hvort þess sé gætt að börn sem ekki fermist finni ekki til aðgreiningar í skólanum vegna sinna lífsskoðana.

d. um hvaða reglur gildi í einstökum skólum um frí til nemenda m.t.t. hvaða áhrif að gefa frí til meiri hluta nemenda í bekk hefur á möguleika annarra nemenda til fræðslu. 

2.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Jafnréttis- og mannréttindaráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti.  Það leggur áherslu á að stefnan verði gefin út og fylgt eftir með kynningu fyrir alla starfsmenn. Þá verði tryggt fjármagn til sérstakrar árlega fræðslu fyrir forstöðumenn stofnanna bæjarins.  Jafnréttisráðgjafa er falið að leita tilboða í útgáfu bækling byggðan á eineltisstefnu bæjarins.

Fundi slitið - kl. 19:15.