Jafnréttis- og mannréttindanefnd

10. fundur 07. mars 2012 kl. 17:00 - 18:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Lára Jóna Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Erlendur H Geirdal aðalfulltrúi
  • Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir aðalfulltrúi
  • Katrín Guðjónsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir jafnréttisráðgjafi
Dagskrá

1.1103101 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2012

Kosning formanns og varaformanns ráðsins

Jóhanna Heiðdal Sigurðardóttir er kosin formaður nefndarinnar og Una Björg Einarsdóttir varaformaður.

2.1104027 - Jafnréttisstefna 2010-2014

Lagt fram til kynningar.  Jafnréttisráðgjafi mun lista upp þau verkefni sem eru á áætlun árið 2012.

3.1104271 - Niðurstaða könnunar á kynjaskiptingu í nefndum og ráðum 2011-2014

Niðurstaða athugunar á kynjaskiptingu í nefndum, ráðum og stjórnum eftir meirihlutaskipti og kosningar í nefndir leiðir í ljós að 65% nefndarmanna eru karlar og 35% nefndarmanna konur.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð skorar á bæjarstjórn Kópavogs að jafna hlut kynjanna í nefndum, ráðum og stjórnum bæjarins. Ráðið vísar til þess að samkvæmt jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar ber að hafa 2:3 skiptingu í fimm manna nefndum og 1:2 í þriggja manna nefndum.  Ráðið óskar eftir skýringum á ástæðum þess að jafnréttisstefnunni var ekki fylgt við kosningar í nefndir.

4.1203027 - Samstarf um jafnréttisviku í MK 2012

Jafnréttis- og mannréttindaráð fagnar samstarfi við MK um jafnréttisviku í skólanum og lýsir yfir vilja sínum til þess að taka þátt í því samstarfi með sama hætti og undanfarin ár.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð þakkar öllum sem komu að verkefninu.  Samþykkt er að styrkja verkefnið um kr. 75.000.

5.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Bæjarráð vísar tillögunum verkefnahóps SSH um málefni innflytjenda til jafnréttis- og mannréttindanefndar, skólanefndar, leikskólanefndar og félagsmálaráðs til umsagnar.

 

Jafnréttis- og mannréttindaráð tekur undir tillögur verkefnahópsins.

Fundi slitið - kl. 18:00.