- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli.
Deildarstjóri íþróttadeildar upplýsti að samkvæmt framlögðum iðkenda- og biðslistum Gerplu frá 15. okt. 2012 þá eru 528 börn á aldrinum 0 - 19 ára á biðlista. Þar af eru 310 börn úr Kópavogi þar sem 104 þeirra eru á aldrinum 0-5 ára en 6 ára og eldri 206. Samkvæmt iðkendalista félagsins eru nú 300 iðkendur á aldrinum 6-19 ára heimilisfastir utan Kópavogs.
Með tilvísun til samstarfsfunda er greint var frá undir fyrsta dagskrárlið fundarins, þá er nú fyrst hægt að snúa sér að hinum raunverulegu samningaviðræðum við félagið um endurnýjun rekstrarsamnings og gerð þjónustusamnings í samræmi við þá samninga sem nú þegar hafa verið gerðir við önnur félög í bænum.
Greint var frá því að á ofangreindum samstarfsfundum voru Gerplu boðnir tímar í íþróttahúsi Kársnesskóla og íþróttahúsi Lindaskóla sem lausir eru. Ekki er hægt að verða við óskum félagsins um tíma í íþróttahúsunum í Kórnum og Snælandi.
Íþróttaráð tekur undir athugasemdir félagsins frá 17. sept. þar sem í bókun ráðsins er talað um að "töflurnar taki mið af óskum íþróttafélaganna um skipan þjónustusvæða", hefði átt að standa ....töflurnar taka mið af óskum íþróttafélaga um skipa þjónustusvæða:
Vill íþróttaráð hér með leiðrétta þessa bókun.
Fjallað var um drög að skipulagi tveggja stefnumótunarfunda um íþróttamál í Kópavogi. Fyrri fundur verði fimmtudaginn 29. nóvember nk.
Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu. Jafnframt felur íþróttaráð starfsmönnum að skipuleggja heimsóknir ráðsins til íþróttafélaga í Kópavogi.
Deildarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi áætlunina.
Fundi slitið - kl. 17:30.
Kynnt greinargerð íþróttadeildar varðandi svokallaða "vangreiðslu Kópavogsbæjar á grundvelli núgildandi rekstrarsamnings", er getið er í ofangreindu bréfi félagsins til íþróttaráðs.
Jafnframt greindu deilarstjóri íþróttadeildar og sviðsstjóri menntasviðs frá samskiptum við Gerplu frá síðasta fundi ráðsins. Haldnir hafa verið tveir fundir 24. sept. og 15. október. Minnispunktar frá þeim fundum liggja fyrir. Skoðaðar hafa verið athugasemdir félagsins og er sú vinna á lokastigi.
Íþróttaráð felur starfsmönnum menntasviðs að svara erindi Gerplu.