Íþróttaráð

17. fundur 18. október 2012 kl. 16:00 - 17:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Eiríkur Ólafsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208346 - Ársreikningar íþróttafélaga 2011

Tekið til umræðu bréf Íþróttafélagsins Gerplu dagsett, 17. september sl., þar sem svarað er fyrirspurn íþróttaráðs frá 15. fundi ráðsins um rekstrarafkomu félagsins árið 2011 og frestað var á síðasta fundi ráðsins.

Kynnt greinargerð íþróttadeildar varðandi svokallaða "vangreiðslu Kópavogsbæjar á grundvelli núgildandi rekstrarsamnings", er getið er í ofangreindu bréfi félagsins til íþróttaráðs.

 

Jafnframt greindu deilarstjóri íþróttadeildar og sviðsstjóri menntasviðs frá samskiptum við Gerplu frá síðasta fundi ráðsins.  Haldnir hafa verið tveir fundir 24. sept. og 15. október. Minnispunktar frá þeim fundum liggja fyrir.  Skoðaðar hafa verið athugasemdir félagsins og er sú vinna á lokastigi.

Íþróttaráð felur starfsmönnum menntasviðs að svara erindi Gerplu. 

2.1209097 - Umsókn um aðild að niðurgreiðslu.

Tekið til afgreiðslu erindi Skema frá 6. sept. sl sem lagt var fram á síðasta fundi ráðsins og frestað. Skema óskar eftir því að það verði aðildarfélag að niðurgreiðslukerfi Kópavogsbæjar til tómstundamála.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu að svo komnu máli.

3.1210205 - Erindi varðandi biðlista í Gerplu

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 17. september, til bæjaráðs þar sem óskað eftir aukinni aðstöðu í íþróttahúsum bæjarins og að rekstrarsamningur milli Kópavogsbæjar og Gerplu verði endurnýjaður. Erindinu var vísað til úrvinnslu sviðsstjóra menntasviðs og íþróttaráðs á fundi bæjarráðs 11. þessa mánaðar.

Deildarstjóri íþróttadeildar upplýsti að samkvæmt framlögðum iðkenda- og biðslistum Gerplu frá 15. okt. 2012 þá eru  528 börn á aldrinum 0 - 19 ára á biðlista. Þar af eru 310 börn úr Kópavogi  þar sem 104 þeirra eru á aldrinum 0-5 ára en 6 ára og eldri  206. Samkvæmt iðkendalista félagsins eru nú 300 iðkendur á aldrinum 6-19 ára heimilisfastir utan Kópavogs.  

Með tilvísun til samstarfsfunda er greint var frá undir  fyrsta dagskrárlið fundarins, þá er nú fyrst hægt að snúa sér að hinum raunverulegu samningaviðræðum við félagið um endurnýjun rekstrarsamnings og gerð þjónustusamnings í samræmi við þá samninga sem nú þegar hafa verið gerðir við önnur félög í bænum.

4.1210200 - Ósk um aðgengi að íþróttasal í Kórnum og Snælandsskóla

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 8. október, með ósk um aðgengi að íþróttasal í Kórnum og íþróttahúsi Snælandsskóla, ásamt ítrekun á fyrri bréfum.
Á fundi bæjarráðs 11. þessa mánaðar var erindinu vísað til sviðsstjóra menntasviðs og íþróttaráðs til úrvinnslu.

Greint var frá því að á ofangreindum samstarfsfundum voru Gerplu boðnir tímar í íþróttahúsi Kársnesskóla og íþróttahúsi Lindaskóla sem lausir eru.  Ekki er hægt að verða við óskum félagsins um tíma í íþróttahúsunum í Kórnum og Snælandi.

 

5.1210201 - Athugasemd við fundargerð 15. fundar íþróttaráðs 15.08.2012

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 17. september, þar sem óskað eftir að bókun undir lið 1 í fundargerð íþróttaráðs frá 15. ágúst sl. verði endurskoðuð og breytt. Erindið var lagt fram í bæjarráði 11. þessa mánaðar og vísað til úrvinnslu sviðsstjóra menntasviðs og íþróttaráðs.

Íþróttaráð tekur undir athugasemdir félagsins frá 17. sept. þar sem í bókun ráðsins er talað um að "töflurnar taki mið af óskum íþróttafélaganna um skipan þjónustusvæða",  hefði átt að standa ....töflurnar taka mið af óskum íþróttafélaga um skipa þjónustusvæða:

Vill íþróttaráð hér með leiðrétta þessa bókun.

6.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Fjallað var um drög að skipulagi tveggja stefnumótunarfunda um íþróttamál í Kópavogi.  Fyrri fundur verði fimmtudaginn 29. nóvember nk.

Starfsmönnum falið að vinna áfram að málinu.  Jafnframt felur íþróttaráð starfsmönnum að skipuleggja heimsóknir ráðsins til íþróttafélaga í Kópavogi.

7.1210389 - Fjárhagsáætlun 2013 -íþróttadeild

Deildarstjóri greindi frá stöðu mála varðandi áætlunina.

Fundi slitið - kl. 17:30.