Íþróttaráð

7. fundur 17. ágúst 2011 kl. 08:00 - 10:15 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1105161 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

Lögð fram erindi frá HK og Breiðabliki varðandi tímatöflur íþróttamannvirkja 2011/2012

a) Knattspyrnuhallir.

Íþróttaráð samþykkir að skipting æfingatíma (eininga = 1/2 völlur í klukkustund) í knattspyrnuhöllum bæjarins frá september 2011 verði í hlutfallinu 66% Breiðablik á móti 34% HK. Samþykktin byggir á hlutfallslegum fjölda iðkenda milli félaga (71% á móti 29%). Íþróttaráð felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir í samráði við félögin.

 

b) Íþróttahús.

Íþróttaráð samþykkir að tímatafla sem send var út síðastliðið vor standi óbreytt. Íþróttaráð felur starfsmönnum að fylgja málinu eftir í samráði við félögin.

 

c) Opnunartími/leigutími.

Íþróttaráð ítrekar fyrri ákvörðun sína varðandi styttingu opnunartíma íþróttahúsa og knattspyrnuhalla um eina klukkustund samkvæmt fjárhagsáætlun 2011. Það þýðir að leigutími íþróttamannvirkja er frá kl. 20:00 alla virka daga vikunnar.

 

d) Nýting íþróttamannvirkja/æfingatíma.

Íþróttaráð leggur áherslu á góða nýtingu íþróttamannvirkjanna. Ráðið leggur því til að talning í mannvirkjunum verði aukin þannig að hægt verði að byggja á nýtingartölum við útdeilingu tíma í mannvirkjunum. 

 

e) Íþróttaráð skorar á íþróttafélögin að skipuleggja æfingar fyrir 6-9 ára börn í samráði við Dægradvalir í skólunum. Mikilvægt er að íþróttahús við skólana verði nýtt á Dægradvalatíma fyrir börn í viðkomandi hverfi, með það fyrir augum að lágmarka akstur vegna æfinga eftir að skóla lýkur. 

2.1105090 - Iðkendastyrkur 2011 - Breiðablik Körfuknattleiksdeild

Lagt fram svarbréf Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks við fyrirspurn íþróttaráðs vegna mikillar fækkunar iðkenda í deildinni.

Íþróttaráð þakkar fyrir svarið með von um að átak deildarinnar um fjölgun iðkenda skili árángri. 

3.1108234 - Fyrirspurn varðandi niðurgreiðslu æfingagjalda

Lögð fram fyrirspurn frá Ásgeiri Þór Tómassyni um hvort námskeið í bakstri falli undir niðurgreiðslur æfingagjalda.

Námskeiðið fellur ekki undir niðurgreiðslur æfingagjalda.

4.1108247 - Erindi frá Sunddeild Breiðabliks varðandi sundkort fyrir þríþrautarhóp deildarinnar

Lagt fram erindi frá Sunddeild Breiðabliks um sundkort í sundlaugar bæjarins fyrir þríþrautarhóp deildarinnar.

Íþróttaráð frestar erindinu.

Fundi slitið - kl. 10:15.