Íþróttaráð

9. fundur 14. desember 2011 kl. 07:00 - 09:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Böðvar Jónsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Freyr Sveinsson aðalfulltrúi
  • Sigríður Kristjánsdóttir varafulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Sveinn Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1111108 - Fjárhagsáætlun 2012 - Íþróttadeild

Kynntar helstu niðurstöður varðandi fjárhagsáætlun 2012 og gjaldskrárhækkarnir.

Lagt fram til kynningar.

2.1010057 - Aðgerðir í atvinnumálum. Punktar til umræðu.

Frá skipulagsstjóra, dags. 30.08. 2011. Lagðar fram hugmyndir Skipulags- og byggingardeildar að staðsetningu tjaldsvæðis á Kópavogstúni og í Kópavogsdal. Óskað er eftir umsögn íþróttaráðs.

Íþróttaráði lýst vel á þær hugmyndir sem fram koma í tillögunum. Bæði Kópavogstún og Dalsmárasvæðið koma til greina af hálfu íþróttaráðs. Ráðið bindur vonir við að tjaldsvæði í Kópavogi hafi jákvæð áhrif á nýtingu og rekstur sundlauga og annara íþróttamannvirkja í bænum.

3.1104189 - Fyrirspurn um notkun á nýju stúku á Kópavogsvelli

Óskað hefur verið eftir að skoðaðir verði möguleikar á útleigu á nýju stúkunni á Kópavogsvelli.

Starfsmönnum falið að ítreka við íþróttafélög og/eða tómstundarfélög notkunarmöguleika á salnum.

4.1112211 - Íþróttahátíð Kópavogs 2011

Íþróttaráð samþykkir að íþróttahátíð Kópavogs fari fram miðvikudaginn 4. janúar 2012 í Salnum í Kópavogi kl. 18:00.

5.1112212 - Tillögur að betri nýtingu á stúkubyggingum Kópavogsvallar.

Íþróttaráð hvetur bæjaryfirvöld til að taka ákvörðun um framtíð gömlu stúkunnar á Kópavogsvelli. Íþróttaráð sér fyrir sér að hægt verði að nota gömlu stúkuna sem vélageymslu og vinnustöð fyrir sumarstarfsmenn. Þar með má auka notkunarmöguleika nýju stúkunnar fyrir íþróttastarfsemi enn frekar.  

Fundi slitið - kl. 09:00.