- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttaráð útnefnir Rakel Hönnudóttur, knattspyrnukonu úr Breiðabliki Íþróttakonu Kópavogs 2013 og Auðunn Jónsson, kraftlyftingamann úr Breiðabliki Íþróttakarl Kópavogs 2013. Í tilefni útnefningarinnar samþykkir íþróttaráð að veita hvoru þeirra fjárstyrk að upphæð kr. 150 þúsund.
Íþróttaráð útnefnir meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem flokk ársins 2013. Liðið varð Norðurlandameistari sem landslið Íslands í hópfimleikum kvenna á árinu. Íþróttaráð veitir félaginu viðurkenningu að upphæð kr. 100 þúsund fyrir titilinn.
Þá samþykkir íþróttaráð að veita viðurkenningar vegna alþjóðlegra titla sem unnir voru á árinu. Norðurlandameistarar 2013; Jón Margeir Sverrisson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir í sundi, Guðfinnur Snær Magnússon í kraftlyftingum, Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir í Strandblaki U-19 ára. Norðurlandameistarar í hópfimleikum kvenna; Birta Sól Guðbrandsdóttir, Esmeralda Canales, Eva Hlín Harðardóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Hildur Sif Hilmarsdóttir, Inga Rún Óskarsdóttir, Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg, Katrín Myrra Þrastardóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Rakel Natalie Kristinsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Salvör Rafnsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Valgerður Sigfinnsdóttir.
Íþróttaráð samþykkir styrk vegna kaupa á verðlaunaskáp.
Lagt fram.
Íþróttaráð samþykkir umsókn Ukelele Reykjavík um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna ukulele hljóðfæraleiks, með fyrirvara um samþykki Forvarnar- og frístundanefndar.
Fundi slitið - kl. 15:30.
Farið yfir dagskrá og skipulag Íþróttahátíðar Kópavogs 2013 sem haldin verður hér í Salnum kl. 17.00.
1. Hátíðarsetning
2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.
3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri.
4. Viðurkenning flokkur ársins 2013.
5. Afhending styrkja úr Afrekssjóði íþróttaráðs 2013.
6. Heiðursviðurkenning íþróttaráðs 2013.
7. Viðurkenningar íþróttaráðs vegna alþjóðlegra meistara.
8. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2013.
9. Ávörp gesta.
10. Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins.