Íþróttaráð

31. fundur 09. janúar 2014 kl. 15:30 - 15:30 í Salnum, Hamraborg 6
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1401184 - Íþróttahátíð Kópavogs 2013

Farið yfir dagskrá og skipulag Íþróttahátíðar Kópavogs 2013 sem haldin verður hér í Salnum kl. 17.00.

1.      Hátíðarsetning

2.      Viðurkenningar í flokki 13-16 ára.

3.      Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri.

4.      Viðurkenning flokkur ársins 2013.

5.      Afhending styrkja úr Afrekssjóði íþróttaráðs 2013.

6.      Heiðursviðurkenning íþróttaráðs 2013.

7.      Viðurkenningar íþróttaráðs vegna alþjóðlegra meistara.

8.      Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2013.

9.      Ávörp gesta.

10.      Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins.

2.1312165 - Tilnefningar til Íþróttakarls Kópavogs, Íþróttakonu Kópavogs og Flokks ársins 2013.

Íþróttaráð útnefnir Rakel Hönnudóttur, knattspyrnukonu úr Breiðabliki Íþróttakonu Kópavogs 2013 og Auðunn Jónsson, kraftlyftingamann úr Breiðabliki  Íþróttakarl Kópavogs 2013. Í tilefni útnefningarinnar samþykkir íþróttaráð að veita hvoru þeirra fjárstyrk að upphæð kr. 150 þúsund.

Íþróttaráð útnefnir meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem flokk ársins 2013. Liðið varð Norðurlandameistari sem landslið Íslands í hópfimleikum kvenna á árinu. Íþróttaráð veitir félaginu viðurkenningu að upphæð kr. 100 þúsund fyrir titilinn. 

Þá samþykkir íþróttaráð að veita viðurkenningar vegna alþjóðlegra titla sem unnir voru á árinu. Norðurlandameistarar 2013; Jón Margeir Sverrisson og Aníta Ósk Hrafnsdóttir í sundi, Guðfinnur Snær Magnússon í kraftlyftingum, Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir í Strandblaki U-19 ára. Norðurlandameistarar í hópfimleikum kvenna; Birta Sól Guðbrandsdóttir, Esmeralda Canales, Eva Hlín Harðardóttir, Glódís Guðgeirsdóttir, Harpa Snædís Hauksdóttir, Hildur Sif Hilmarsdóttir, Inga Rún Óskarsdóttir, Ingunn Jónasdóttir Hlíðberg, Katrín Myrra Þrastardóttir, Karen Sif Viktorsdóttir, Rakel Natalie Kristinsdóttir, Rakel Tómasdóttir, Salvör Rafnsdóttir, Sigrún Dís Tryggvadóttir, Sólveig Ásta Bergsdóttir, Valgerður Sigfinnsdóttir. 

Aníta Lóa Hauksdóttir og Pétur Fannar Gunnarsson urðu tvöfaldir Norðurevrópumeistarar í dansi í flokki ungmenna ll.  Þá varð Auðunn Jónsson Evrópumeistari í réttstöðulyftu á árinu og Viktor Ben Gestsson Evrópumeistari í samanlögðu í drengjaflokki.

3.1312373 - Ósk um styrk v/ skáp fyrir verðlaunagripi.

Erindi frá Sunddeild Breiðabliks, dags. 18. desember 2013, þar sem óskað er eftir styrk v/ kaupa á verðlaunaskáp. Sá skápur kemur í stað þess sem tekin var niður við framkvæmdir í SLK 2006.

Íþróttaráð samþykkir styrk vegna kaupa á verðlaunaskáp.

4.1401185 - Hnefaleikafélag Kópavogs - Ósk um styrk frá Kópavogsbæ v/ húsaleigu.

Erindi frá Hnefaleikafélagi Kópavogs, dags. 4. janúar 2014, þar sem óskað er eftir húsaleigustyrk v/ starfsemi félagsins.

Lagt fram.

5.1401186 - Ukulele Reykjavík - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs v/ ukelele-hljóðfæraleik

Lagður fram tölvupóstur, dags. 23. desember 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ukulele hljóðfæraleiks sem Ukelele Reykjavík býður upp á.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Ukelele Reykjavík um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna ukulele hljóðfæraleiks, með fyrirvara um samþykki Forvarnar- og frístundanefndar.

Fundi slitið - kl. 15:30.