Íþróttaráð

143. fundur 29. ágúst 2024 kl. 16:00 - 17:30 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir, aðalmaður boðaði forföll og Óskar Hákonarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.24061530 - Hörðuvellir- Tröllakór. Breytt skipulagsmörk.

Á fundinn mættu Auður D. Kristinsdóttir, skipulagsfulltrúi og Elín Mjöll Lárusdóttir, arkitekt á skipulagsdeild og kynntu breytt skipulagsmörk við Hörðuvelli - Tröllakór.
Íþróttaráð þakkar Auði og Elínu Mjöll fyrir góða kynningu.
Íþróttaráð leggur áherslu á að tryggja þurfi gott aðgengi að hleðsludyrum á suðurhluta Kórsins svo að stærri ökutæki geti athafnað sig þar þegar stórir viðburðir eru haldnir í mannvirkinu. Með breyttu deiliskipulagi takmarkast möguleikar á að komast að og frá hleðsludyrunum.

Almenn mál

2.24082115 - Fjármál íþróttafélaga

Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram og kynnti yfirlit yfir fjárhagsstöðu íþróttafélaga í Kópavogi á tímabilinu 2014 - 2023.
Lagt fram

Aðsend erindi

3.24071910 - Ósk um merkingu og nafngift á Kórnum í auglýsingarskyni

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK, dags. 15. júlí 2024, þar sem óskað er samþykkis á staðsetningum og stærð auglýsinga vegna mögulegar nafngiftar íþróttamannvirkja í Kórnum. Vísað er til reglna íþróttaráðs um auglýsingar í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð vísar í umsögn deildarstjóra eignadeildar og felur deildarstjóra íþróttadeildar að svara erindinu.

Aðsend erindi

4.2408347 - Ísbjörninn - Ósk um styrk vegna þátttöku í Meistaradeild Evrópu í futsal.

Lagt fram erindi frá Knattspyrnufélaginu Ísbirninum, dags. 7. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði vegna þátttöku félagsins í Meistaradeild Evrópu í Futsal. En styrkir frá UEFA og KSÍ ná ekki að dekka kostnað félagsins við þátttöku.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

Aðsend erindi

5.2408217 - HK - Umsókn um Krónumót 2024 og janúarmót 2025 í Kórnum

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK dags. 1. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að fá afnot af Kórnum helgina 9.-10. nóvember, 16.-17. nóvember 2024 og 18.-19. janúar 2025 undir knattspyrnumót yngri flokka.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Önnur mál

6.24032166 - Framkvæmdir og viðhald íþróttamannvirkja 2024

Deildarstjóri íþróttadeildar fór yfir stöðu framkvæmda og viðhaldsverkefna í íþróttamannvirkjum fyrir árið 2024.
Lagt fram

Önnur mál

7.24082116 - Akstur Frístundarútu veturinn 2024-2025

Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram minnisblað og fór yfir akstur Frístundarútu veturinn 2024-2025 og þær breytingar sem orðið hafa.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:30.