Íþróttaráð

141. fundur 21. mars 2024 kl. 16:00 - 18:10 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson, aðalmaður boðaði forföll og Guðmundur Þór Jóhannesson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2402169 - Kópavogsdalur. Breytt deiliskipulag. Gervigrasvöllur vestan Fífu.

Á fundinn mættu Auður D. Kristinsdótti, skipulagsfulltrúi og Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild og kynntu breytingar á deiliskipulagi vegna nýs gervigrasvallar vestan við Fífuna.
Íþróttaráð þakkar Auði og Frey fyrir góða kynningu.

Almenn mál

2.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Auður D. Kristinsdótti, skipulagsfulltrúi og Freyr Snorrason, verkefnastjóri á skipulagsdeild kynntu breytingar á deiliskipulagi vegna nýs keppnisvallar við Kórinn.
Íþróttaráð þakkar Auði og Frey fyrir góða kynningu.

Almenn mál

3.24032589 - Kynning á verkefninu "Vertu með"

Á fundinn mætti Aðalheiður Diego Hjálmarsdóttir, kennsluráðgjafi á grunnskóladeild og kynnti fyrir ráðinu verkefnið "Vertu með", sem er hluti af aðgerðaráætlun menntastefnu.
Íþróttaráð þakkar Aðalheiði fyrir góða kynningu.

Almenn mál

4.24032166 - Framkvæmdir og viðhald íþróttamannvirkja 2024

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir helstu framkvæmdar- og viðhaldsverkefni á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2024.
Lagt fram.

Almenn mál

5.24032203 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2024

Lögð fram gögn varðandi umsóknir íþrótta- og tómstundafélaga um sumarnámskeið á komandi sumri.
Lagt fram.

Almenn mál

6.24021259 - Málefni íþróttahátíðar

Lögð fram drög að reglum fyrir val á "Sjálfboðaliða ársins" sem rætt var um á síðasta fundi ráðsins.
Íþróttaráð samþykkir drög að reglum í samræmi við það sem fram kom á fundinum.

Fundi slitið - kl. 18:10.