Íþróttaráð

140. fundur 22. febrúar 2024 kl. 16:00 - 18:40 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2402832 - Frístundastyrkir 2023 - Samantekt, nýting og þróun styrkja sl.ár

Á fundinn mætti Ævar Ólafsson, rekstrarfulltrúi á menntasviði og kynnti nýtingu frístundastyrks fyrir árið 2023 ásamt þróun styrksins síðustu ár.
Íþróttaráð þakkar fyrir kynninguna og fagnar góðri nýtingu á frístundastyrknum. Þó er áhyggjuefni hversu börn sem eru ekki með íslenskt ríkisfang nýta styrkinn hlutfallslega verr. Mikilvægt er að fara í enn frekari átaksverkefni til að auka þátttöku þessara barna í íþrótta- og frístundastarfi.

Almenn mál

2.2402828 - Afnot íþróttamannvirkja - reiknuð leiga 2023

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2023.

Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.

Reiknuð leiga vegna 2023 er að upphæð 1.596.699.895,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:

Breiðablik 643.652.146, HK 616.930.520, Gerpla 271.647.912, Hvönn 8.659.452, Glóð 3.222.858, Stálúlfur 18.171.519, Ísbjörninn 11.290.047, Knattspyrnufélag Kópavogs 596.504, Knattspyrnufélagið Miðbær 495.466, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar 9.093.156, Skotíþróttafélag Kópavogs 9.771.898 og Íþróttafélagið Ösp 3.168.419.

Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti samantekt.
Lagt fram.

Almenn mál

3.2402829 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2024-2025 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2024-2025.
Lagt fram.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan ramma fyrir 2024/2025.

Almenn mál

4.23111045 - Ferðastyrkir íþróttaráðs 2023.

Lögð fram samantekt á úthlutun ferðastyrkja á árinu 2023.
Lagt fram.
Íþróttaráð samþykkir hækkun ferðastyrks um 5.000,- kr. sem jafngildir 16,7% hækkun.

Almenn mál

5.2402827 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2023-2024

Lögð fram samantekt íþróttadeildar yfir breytingar á æfingagjöldum íþróttafélaga/-deilda, milli áranna 2022/2023 og 2023/2024 sem unnið var úr innsendum upplýsingum frá félögunum.
Lagt fram.
Óskað verður eftir skýringum hjá þeim fáu félögum/deildum þar sem gjöld hafa hækkað umfram viðmið.

Almenn mál

6.23031732 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2023

Lögð fram samantekt íþróttadeildar á umfangi og kostnaði við sumarnámskeið íþrótta- og æskulýðsfélaga í Kópavogi sumarið 2023. Jafnframt lagðar fram skýrslur félaganna vegna námskeiðanna.
Lagt fram.
Íþróttaráð óskar eftir nánari upplýsingum fyrir næsta fund.

Önnur mál

7.24021259 - Málefni íþróttahátíðar

Eftirfarandi málefni íþróttahátíðar tekin til umræðu að ósk Einars Þorvarðarsonar:



1.
Reglur um kosningu á sjálfboðaliða ársins.

2.
Er ástæða til að breyta kosningu á íþróttamanni, konu og kvár.

3.
Kostnaður vegna íþróttahátíðar Kópavogs, samnaburður áranna 2023

og 2024.

1. Umræður, frestað til næsta fundar.
2. Umræður.
3. Samanburður áranna 2022 og 2023 lagður fram og kynntur.

Fundi slitið - kl. 18:40.