Íþróttaráð

134. fundur 30. ágúst 2023 kl. 16:00 - 17:25 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Hildur K Sveinbjarnardóttir aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
  • Íris Svavarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.23052191 - Merkingar á íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar

Deildarstjóri íþróttadeildar lagði fram og kynnti drög að merkingum á íþróttamannvirkjum ásamt drögum að reglum um auglýsingar í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar sem unnin voru af vinnuhópi sem skipaður var á 130. fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið varðandi merkingar og auglýsingar á íþróttamannvirkjum bæjarins. Með þessu er verið að skapa heildstæða umgjörð um merkingar og auglýsingamál íþróttamannvirkja og skapa félögunum aukna tekjumöguleika.
Íþróttaráð samþykkir því tillögurnar með fyrirvara um þær breytingar sem fram komu á fundinum.

Almenn mál - umsagnir og vísanir

2.23041843 - Athugasemdir frá Íþróttafélaginu Gerplu vegna nýsamþykktra reglna um ferðastyrki og afrekssjóð

Málið var tekið fyrir á 132. fundi íþróttaráðs, á 1280. fundi bæjarstjórnar var málinu vísað að nýju til efnislegrar meðferðar í íþróttaráði með eftirfarandi bókun:

Önnur mál fundargerðir



"Bæjarstjórn óskar samhljóða eftir að erindi frá íþróttafélaginu Gerplu sem tekið var fyrir undir 19. lið fundargerðar íþróttaráðs verði aftur tekið til umfjöllunar á næsta fundi Íþróttaráðs og skoðað nánar."



Málið er því lagt fyrir íþróttaráð að nýju.
Íþróttaráð samþykkir að leitað verði eftir samráði við önnur bæjarfélög um að vinna að því að samræma reglur bæjarfélaga um ferða- og afreksstyrki með þeim hætti að styrkir miðist ávalt við lögheimili iðkandans. Með því er hægt að tryggja að styrkurinn renni ávalt til þeirra sem eiga lögheimili í bæjarfélaginu og á sama tíma komið í veg fyrir að hægt sé að fá styrk frá fleiri en einu bæjarfélagi eða að lenda í þeirri stöðu að fá jafnvel engan styrk.

Íþróttaráð samþykkir einnig að á meðan sú samráðsvinna stendur yfir verði gerðar eftirfarandi breytingar á 1. og 2. grein á reglum um ferðastyrki og afrekssjóð:
1. grein í reglum um ferðastyrki íþróttaráðs
Var áður: „Ferðastyrkir vegna landsliðsferða íþróttafólks eru veittir til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi“.
En verður nú: „ Ferðastyrkir vegna landsliðsferða eru veittir til iðkenda íþróttafélaga í Kópavogi. Íþróttafélög sem bjóða upp á íþróttagreinar sem ekki eru stundaðar í Kópavogi geta einnig sótt um styrk til íþróttaráðs vegna iðkenda sem eiga lögheimili í Kópavogi“.
2. grein í reglum um Afrekssjóð íþróttaráðs.
Var áður: „Að styrkja afreksíþróttafólk sem á lögheimili í Kópavogi“.
En verður nú:
„a) Að veita afreksíþróttafólki í íþróttafélögum í Kópavogi fjárhagslegan styrk vegna æfinga og/eða keppni, og þannig búa þeim sem besta aðstöðu til að stunda íþrótt sína.
b) Að veita afreksíþróttafólki styrk sem á lögheimili í Kópavogi en getur ekki stundað sína íþrótt í bæjarfélaginu“.

Jafnframt samþykkir íþróttaráð að breyta 3. grein í reglum um ferðastyrki eftirfarandi:
Var áður: „Umsókn um ferðastyrk iðkenda þarf að berast frá sérsambandi til íþróttadeildar. Í umsókninni þarf að koma fram ferðakostnaður. Styrkir eru ávallt greiddir að ferð lokinni gegn framvísun afrits af flugfarseðli/farseðlum“.

En verður nú: „Umsókn um ferðastyrk iðkenda þarf að berast frá íþróttafélagi, deild félags eða sérsambandi til íþróttadeildar. Í umsókninni þarf að koma fram ferðakostnaður. Styrkir eru ávallt greiddir að ferð lokinni gegn framvísun afrits af flugfarseðli/farseðlum“.

Aðsend erindi

3.2308965 - HK - Ósk um tímaúthlutun í Kórnum vegna knattspyrnumóta.

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK dags. 11.08.2023, þar sem óskað er eftir því að fá afnot af Kórnum helgina 4.-5. nóvember, 11.-12. nóvember og 27.-28. janúar nk. undir knattspyrnumót yngri flokka.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Aðsend erindi

4.2308700 - Ósk frá HK um merkingar á Salavelli

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn HK, dags. 10. ágúst 2023, þar sem óskað er eftir að félagið fá að setja upp merki félagsins við knattspyrnuvelli í Versölum sem hafa verið æfingavellir knattspyrnudeildar félagsins yfir sumartíma.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk félagsins um að halda þeim merkingum sem félagið setti upp við Versalavelli á liðnu sumri.
Íþróttaráð samþykkir hinsvegar að félagið geti flaggað félagsfánum HK við vellina til að auka sýnileika félagsins á svæðinu. Er það í samræmi við tillögur vinnuhóps um merkingar á öðrum íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.

Iðkendastyrkir

5.23051640 - Iðkendastyrkir 2023

Á 132. fundi íþróttaráðs var afgreiðslu frístundastyrks til tveggja félaga frestað og kallað eftir frekari upplýsingum. Þessar upplýsingar liggja nú fyrir og leggur íþróttadeild því fram tillögu um endurskoðaða úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2023. Í þeirri tillögu er viðbótarframlagi úthlutað til félaganna í samræmi við iðkendatölur þeirra og skiptist eftirfarandi:



Breiðablik - kr. 1.085.452,-

Íþróttafélagið Gerpla - kr. 695.180,-

Handknattleiksfélag Kópavogs - kr.725.872,-

Dansíþróttafélag Kópavogs- kr. 19.675,-

Dansfélagið Hvönn - Kr. 30.411,-

Golfklúbbur GKG - kr. 150.979,-

Skotíþróttafélag Kópavogs - kr.8.910,-

Tennisfélag Kópavogs - kr. 66.279

Íþróttafélagið Öspin - kr. 6.020,-

Hnefaleikafélag Kópavogs - kr. 47.677,-

TaeKwonDofélag Kópavogs - kr. 36.361,-

Siglingafélagið Ýmir - kr. 13.485,-

Skautafélag Reykjavíkur íshokkídeild- kr.8.187,-

Íþróttaráð samþykkir viðbótarframlag til félagannna í samræmi við framlagða töflu um endurskoðaðaða iðkendastyrki.

Iðkendastyrkir

6.23042094 - Bogfimifélagið Boginn - Iðkendastyrkur 2023

Tekin fyrir að nýju afgreiðsla iðkendastyrks til Bogfimifélagsins Bogans sem frestað var á 132. fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu iðkendastyrk að upphæð kr. 1.186.263,-

Iðkendastyrkir

7.23051395 - Sprettur - iðkendastyrkir 2023

Tekin fyrir að nýju afgreiðsla iðkendastyrks til Hestamannafélagsins Spretts sem frestað var á 132. fundi íþróttaráðs.
Íþróttaráð samþykkir að veita félaginu iðkendastyrk að upphæð kr. 343.684,-

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.23061293 - Breiðablik sunddeild - Óskir um æfingapláss í sundlaugum Kópavogs 2023-2024

Lögð fram umsókn Sunddeildar Breiðabliks, dagsett 11. júní 2023, þar sem óskað er eftir tímum fyrir deildina í Kópavogslaug og Salalaug fyrir veturinn 2023/2024. Óskað er eftir sömu tímum og deildin hafði til umráða á síðasta vetri í laugunum.
Íþróttaráð samþykkir að úthluta Sunddeild Breiðabliks sömu tímum í sundlaugum Kópavogs og deildin hafði til umráða á síðasta vetri.

Önnur mál

9.22067535 - Kosningar í embætti íþróttaráðs 2022-26

Kosning varaformanns og ritara íþróttaráðs.
Sunna Guðmundsdóttir er kosin varaformaður íþróttaráðs og Hildur Karen Sveinbjarnardóttir ritari.

Önnur mál

10.2208663 - Íþróttaráð - áætlun fundartíma ráðsins

Lögð fram tillaga að fundaráætlun fyrir haust 2023
Fundaráætlun haustsins samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:25.