Dagskrá
Almenn mál
1.23051341 - Hjólabrettaskál framkvæmd
Á fundinn mætti Ármann Halldórsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar og kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsmára.
Almenn mál
2.2106027 - Óskað eftir að skipað verði í undirbúningsnefnd vegna uppbyggingar á keppnisvelli við Kórinn
Deildarstjóri íþróttadeildar kynnti vinnu undirbúningsnefndar varðandi uppbyggingu keppnisvallar við Kórinn, sem nú hefur skilað af sér greinagerð um málið.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
3.2210956 - Jafnréttisáætlun Kópavogs 2023-2026
Lögð fram drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu Kópavogsbæjar. Jafnréttis- og mannréttindaráð hefur óskað eftir umsögn frá íþróttaráði um drög að jafnréttis- og mannréttindastefnu.
Leó Snær Pétursson vék af fundi kl. 17:10
Aðsend erindi
4.2306195 - Eindi v sameiginlegs frístundaksturs Breiðabliks, Gerplu, HK og Kópavogsbæjar
Lagt fram erindi frá Breiðablik, HK og Gerplu, dagsett 31. maí 2023, þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki að sér rekstur frístundaraksturs í Kópavogi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
5.2306017 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 20232024
Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 6 - 15 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðsla þeirra.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
6.23051391 - Knattspyrnufélag Kópavogs - Umsókn um æfingartíma 2023-2024
Lögð fram umsókn Knattspyrnufélags Kópavogs, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Fagralundi 3 x í viku.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
7.23042123 - Íþróttafélagið Glóð - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn frá Íþróttafélaginu Glóð, dagsett 19. apríl, þar sem óskað er eftir einum tíma í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og einum tíma í Íþróttahúsi Lindaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
8.23051337 - Skotíþróttafélag Kópavogs - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn frá Skotíþróttafélagi Kópavogs dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir einum tíma í Vestursal Digranes.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
9.23051828 - HK - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn aðalstjórnar HK dags. 23. maí, þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
10.23051381 - Gerpla - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 15. maí, þar sem óskað er eftir fullum afnotum að Versölum og Íþróttahúsi Vatnsendaskóla.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
11.23051653 - Breiðablik - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir fimm deildir, en það eru karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skíða- og taekwondodeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
12.23051390 - KM - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbæ, dagsett 10. maí sl., þar sem óskað er eftir tímum á gervigrasinu í Kórnum 3 x í viku.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
13.23051469 - Ísbjörninn - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 16. maí, þar sem óskað er eftir 3 tímum í viku á gervigrasi næsta vetur. Einnig er óskað eftir 3-4 tímum í viku fyrir Futsal lið félagsins í Digranesi eða Fagralundi, önnur hús koma einnig til greina.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
14.23051388 - Stálúlfur - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð er fram umsókn frá Stál-Úlfi, dags. 16. maí, þar sem óskað er eftir tímum fyrir körfuknattleiks-, blak,- og knattspyrnudeild félagsin á komandi vetri.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
15.23042100 - GKG - Umsókn um æfingatíma 2023-2024
Lögð fram umsókn frá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar dagsett 13. maí, þar sem óskað er eftir tímum á laugardögum í Íþróttahúsi Lindaskóla.
Önnur mál
16.2210492 - Breiðablik - Ósk um endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við félagið
Fyrirspurn frá Gunnari Gylfasyni, fulltrúa Samfylkingar í íþróttaráði, um hvernig gangi með vinnu við endurskoðun á rekstrar- og þjónustusamningum við íþróttafélögin.
Fundi slitið - kl. 18:45.