Íþróttaráð

127. fundur 11. janúar 2023 kl. 15:30 - 16:10 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.22114558 - Íþróttakarl og Íþróttakona Kópavogs - Framkvæmd kjörsins 2022

Tekið til afgreiðslu kjör á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2022. Netkosning meðal bæjarbúa stóð yfir frá 20. des til 4.janúar sl. Þetta er í sjöunda sinn sem bæjarbúar taka beinan þátt í kjörinu. Lagðar fram niðurstöður úr kjöri íþróttaráðs og kjöri íbúa bæjarins.
Íþróttaráð samþykkir að útnefna Sóleyju Margréti Jónsdóttur kraftlyftingakonu sem Íþróttakonu Kópavogs 2022 og Höskuld Gunnlaugsson knattspyrnumann sem Íþróttakarl Kópavogs 2022.
Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 250.000 kr. til íþróttakonu Kópavogs og 250.000 kr. til íþróttakarls Kópavogs.

Almenn mál

2.22114879 - Tilnefningar - Flokkur ársins 2022

Teknar til afgreiðslu tilnefningar til flokks ársins 2022
Íþróttaráð samþykkir að veita 3. flokki kvenna í handknattleik hjá HK viðurkenningu, "Eftirtektarverður árangur á árinu 2022".
Íþróttaráð samþykkir jafnframt að útnefna Meistaraflokk Breiðabliks í knattspyrnu karla, Flokk ársins 2022. Íþróttaráð samþykkir framlag að upphæð 200.000 kr. til flokks ársins.

Almenn mál

3.2301202 - Íþróttahátíð Kópavogs - Alþjóðlegir meistarar

Teknar til afgreiðslu viðurkenningar vegna alþjóðlegra meistara 2022.
Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2022 vegna alþjóðlegra meistaratitla.
Norðurlandameistarar:
Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikar, Þórdís Unnur Bjarkadóttir og Freyja Dís Benediktsdóttir bogfimi og Vignir Vatnar Stefánsson skák.
Evrópumeistarar:
Aron Logi Hrannarsson og Rósa Kristín Hafsteinsdóttir dans.
Heims- og Evrópumeistarar:
Alexandra Rán Guðnýjardóttir og Sóley Margrét Jónsdóttir kraftlyftingar.

Almenn mál

4.2301200 - Íþróttahátíð Kópavogs - Þátttaka í alþjóðlegum mótum

Teknar til afgreiðslu viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum 2022.
Eftirtalið íþróttafólk fær viðurkenningu íþróttaráðs árið 2022 vegna þátttöku.
Á Evrópumeistaramóti:
Bryndís Guðnadóttir, Klara Margrét Ívarsdóttir og Guðrún Edda Sigurðardóttir í hópfimleikum, Agnes Suto, Atli Snær Valgeirsson og Martin Bjarni Guðmundsson í áhaldafimleikum, Oliver Ormar Ingvarsson, Astrid Daxböck, Valgerður Einarsdóttir Hjaltested, Ewa Ploszaj, Albert Ólafsson, Sveinbjörg Rósa Sumarliðadóttir, Dagur Örn Fannarsson, Marín Aníta Hilmarsdóttir og Guðmundur Örn Guðjónsson í bogfimi.
Á Heimsmeistaramóti:
Alexander Örn Kárason og Birgit Rós Becker í klassískum kraftlyftingum.
Á Evrópu- og Heimsmeistaramóti:
Valgarð Reinhardsson, Hildur Maja Guðmundsdóttir, Jónas Ingi Þórisson og Thelma Aðalsteinsdóttir í fimleikum, Sóley Margrét Jónsdóttir í kraftlyftingum og Ingvar Ómarsson í hjólreiðum.

Almenn mál

5.22114557 - Íþróttahátíð 2022

1. Hátíðarsetning
2. Viðurkenningar í flokki 13-16 ára
3. Viðurkenningar í flokki 17 ára og eldri
4. Viðurkenningar vegna þátttöku í alþjóðlegum meistaramótum
5. Viðurkenningar vegna alþjóðlegra meistara
6. Viðurkenning Flokkur ársins 2022
7. Lýst kjöri á íþróttakonu og íþróttakarli Kópavogs 2022
8. Ávörp gesta
9. Hátíðarslit og kaffiveitingar í tilefni dagsins.
Íþróttaráð samþykkir framlagða dagskrá og skiptir með sér verkum við framkvæmd hennar.

Aðsend erindi

6.2210817 - SÍK - Erindi frá SÍK varðandi málefni Samstarfsvettvangsins

Lagður fram til kynningar viðaukasamningur við Samstarfssamning milli Kópavogsbæjar og SÍK.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til bæjarráðs.

Fundi slitið - kl. 16:10.