Íþróttaráð

123. fundur 19. september 2022 kl. 16:00 - 18:45 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Sverrir Kári Karlsson formaður
  • Einar Örn Þorvarðarson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Gunnar Gylfason aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Sunna Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Thelma Bergmann Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Auður Finnbogadóttir, verkefnastjóri stefnumótunar, kynnti vinnu við innleiðingu heildarstefnumótunar Kópavogsbæjar.
Íþróttaráð þakkar góða kynningu.

Almenn mál

2.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Encho Plamenov Stoyanov, verkefnastjóri á umhverfissviði kynnti drög að loftslagsstefnu Kópavogsbæjar. Óskað er eftir umsögn íþróttaráðs.
Íþróttaráð þakkar góða kynningu og gerir engar athugasemdir við drögin.

Aðsend erindi

3.2208756 - Ósk um leyfi fyrir merkingum á mannvirkjum í rekstri Breiðabliks

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, ódagsett, þar sem félagið óskar eftir að fá að merkja þau íþróttamannvirki bæjarins sem eru í rekstri félagsins með nöfnum styrktaraðila.
Íþróttaráð samþykkir að Breiðablik verði heimilt að merkja þau íþróttamannvirki sem eru í rekstri Breiðabliks nöfnum styrktaraðila félagsins. Mannvirkin heita eftir sem áður sínum upprunalegu nöfnum og merkingar skulu vera í sátt við skipulag og umhverfi sitt og í takt við ímynd, ásýnd og stefnu Kópavogsbæjar.

Íþróttaráð vísar erindinu til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Aðsend erindi

4.2208754 - Ósk um úttekt og þarfagreiningu á íþróttamannvirkjum

Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, ódagsett, þar sem óskað er eftir úttekt á nýtingu íþróttamannvirkja í bænum og þarfagreiningu með tilliti til úthlutunar á æfingatímum.
Í menntastefnu Kópavogsbæjar 2021-2030, sem samþykkt var 12. október 2021, er m.a. lögð áhersla á að mæta ólíkum þörfum íbúa til aukinnar hreyfingar í formi uppbyggingar og nýtingu mannvirkja. Hluti aðgerða er að greina þörf og nýtingu íþróttamannvirkja. Íþróttadeild bæjarins hefur þegar hafið þá vinnu og leggur íþróttaráð áherslu á að hraða þeirri vinnu.

Önnur mál

5.2209435 - Heimsóknir til íþróttafélaga 2022 - 2026

Farið í heimsókn til Tennisfélags Kópavogs í Tennishöllina við Dalsmára

Fundi slitið - kl. 18:45.