Íþróttaráð

118. fundur 24. febrúar 2022 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1906388 - Heilsuefling eldri borgara

Kynning á stöðu verkefnisins Virkni og vellíðan og niðurstöður viðhorfskönnunar meðal þátttakenda haustið 2021.
Fríða Karen Gunnarsdóttir, verkefnastjóri Virkni og vellíðan og Valdimar S Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK komu á fund ráðsins og kynntu verkefnið. Íþróttaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Almenn mál

2.2110165 - Ylströnd á Kársnesi.

Kynning á ylströnd á Kársnesi
Kristjana H Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hverfisskipulags á skipulagsdeild kom á fund ráðsins og kynnti verkefnið.

Almenn mál

3.2111146 - Lýðheilsustefna 2022-2025

Máli frestaði á fundi íþróttaráðs 9. desember s.l.
Íþróttaráð samþykkti umsögn um lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar.

Almenn mál

4.2202355 - Frístundastyrkir 2021 - Samantekt, nýting og þróun styrkja sl. ár

Lögð fram og kynnt samantekt íþróttadeildar yfir nýtingu og þróun Frístundastyrkja Kópavogs frá 2015-2021.
Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir samantekt á nýtingu frístundastyrkja sl. ár.

Almenn mál

5.2202357 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2022 - 2023 - Rammi til úthlutunar

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2022-23. Úthlutaður rammi er með svipuðum hætti og undanfarin ár.
Íþróttaráð samþykkir framlagðan ramma vegna 2022 - 2023.

Almenn mál

6.2202365 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2022

Lögð fram gögn varðandi umsóknir íþrótta- og tómstundafélaga um námskeið á komandi sumri.
Lagt fram.

Almenn mál

7.2102170 - HFK - Erindi vegna húsnæðis - aðstöðu

Lagt fram að nýju erindi Hnefaleikafélags Kópavogs (HFK) vegna húsnæðis/aðstöðu félagsins að Smiðjuvegi 28
Fulltrúar íþróttaráðs, Jón Finnbogason og Einar Örn Þorvarðarson ásamt deildarstjóra íþróttadeildar heimsóttu Hnefaleikafélag Kópavogs 1. desember og fengu góða kynningu á starfsemi félagsins. Starfsemi félagsins hefur vaxið á síðustu árum og sinnir félagið góðu og uppbyggilegu starfi fyrir fjölda barna og ungmenna. Íþróttaráð styður því að félagið fái aukin stuðning við rekstur þess og vísar málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2023 og felur deildarstjóra íþróttadeildar að fylgja málinu eftir. Ekki er svigrúm í áætlun þessa árs til að auka við stuðninginn.

Aðsend erindi

8.2112133 - Krafa um íhlutun í málefni Skotfélags Kópavogs

Lagt fram að nýju erindi frá Gunnari Inga Jóhannssyni hrl. frá MAGNA lögmenn, fyrir hönd Stefáns Rúnars Bjarnasonar, þar sem óskað var eftir að íþróttaráð hlutist til um málefni Skotíþróttafélags Kópavogs og rannsaki starfsemi þess.
Íþróttaráð vísaði erindinu til umsagnar bæjarlögmans á fundi sínum 9. desember s.l.
Að fenginni umsögn lögfræðideildar óskar ráðið eftir því að lögfræðideild svari erindinu.

Fundi slitið - kl. 19:00.