Á síðasta fundi ráðsins þann 2. september s.l. var afgreiðslu um ósk Breiðabliks um viðbótarúthlutun æfingatíma í Fífunni milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum frestað. Þá var óskað eftir nánari greiningu á málinu til að styðja við ákvörðun.
Lagðar fram upplýsingar um iðkendatölur knattspurnudeildar Breiðabliks ásamt æfingatöflu deildarinnar þann 10. september 2021.
Jafnframt lagðar fram fjöldatölur deildarinnar úr Nórakefinu.
Starfsmenn íþróttadeildar hafa nú unnið úr þeim gögnum og röksemdum sem félagið sendi inn erindi sínu til stuðnings sem og upplýsingum úr Nórakerfinu.
Tölur um fjölgun iðkenda ber ekki saman og þarf að skoða það nánar í samráði við félagið til að finna hvað veldur.
Þrátt fyrir framangreint misræmi er tekið undir röksemdir Breiðabliks er varðar tímaramma, fjölda liða í keppni og stærð hópa í elstu árgöngum karla og kvenna.
Á þeim grunni er lagt til að orðið verði við óskum deildarinnar með þeim hætti að úthluta Breiðablik æfingatímum milli 20:00 og 21:00 á miðviku- og fimmtudögum í Fífunni.