Íþróttaráð

112. fundur 19. maí 2021 kl. 17:00 - 20:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum, stuðlum og reglugerðum sem hafa verið í gildi frá því Samningur milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi var undirritaður árið 2017.
Afgreiðslu málsins frestað.
Stefnt að afgreiðslu málsins með rafrænum hætti milli funda.

Almenn mál

2.2103761 - Tilraunasamningur um greiðslur vegna stuðningsaðila

Lagður fram til kynningar samningur milli velferðarsviðs og íþróttafélagsins Gerplu um stuðning við fötluð börn á fimleikaæfingum fyrir komandi starfsár.
Lagt fram til kynningar.
Íþróttaráð lýsir yfir ánægju sinni með það framtak sem felst í samningi þessum.

Almenn mál

3.2002676 - Stefnumótun - nefndir ráð

Áframhaldandi umræða og vinna við stefnumótun bæjarins.

Fyrstu drög að stefnu Menntasviðs í skóla- frístunda- og íþróttamálum rýnd.
María Kristín Gylfadóttir verkefnastjóri stýrði hópavinnu ráðsis.

Fundi slitið - kl. 20:00.