Íþróttaráð

110. fundur 14. apríl 2021 kl. 17:00 - 19:00 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Jón Magnús Guðjónsson varamaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2011715 - Leiksvæði í Kópavogi, aðgerðaráætlun.

Lögð fram drög að aðgerðaráætlun fyrir leiksvæði í Kópavogi skv. greinargerð garðyrkjustjóra dags. 30. nóvember.
Á fundi bæjarráðs 10. desember 2020 var samþykkt að vísa aðgerðaráætlun um endurnýjun leiksvæða í Kópavogi til umsagnar nefnda og ráða bæjarins.
Á síðasta fundi íþróttaráðs óskaði ráðið eftir að fá kynningu á skýrslunni frá höfundi á næsta fundi.
Íþróttaráð þakkar Friðriki Baldurssyni garðyrkjustjóra fyrir greinagóða kynningu og faglega aðgerðaráætlun um leiksvæði í Kópavogi.
Íþróttaráð lýsir ánægju sinni með skýrsluna og gerir engar athugasemdir við hana.
Kl. 17:45 mætti formaður SÍK, Eysteinn Pétur Lárusson og sat fundinn undir næsta dagskrárlið.

Almenn mál

2.2104221 - Æfingatöflur íþróttamannvirkja 2021-2022 - Rammi til úthlutunar.

Lagður fram rammi að æfingatöflum fyrir veturinn 2021-22 sem sendur var til íþróttafélaganna nú fyrr í mánuðinum. Úthlutaður rammi er með svipuðum hætti og síðustu 2-3 ár. Íþróttafulltrúi kynnti framlagðan ramma.
Almennar umræður.
Íþróttaráð vill bóka eftirfarandi varðandi skipulagningar á æfingatöflum fyrir yngstu iðkendurna:
Íþróttaráð hvetur íþróttafélögin í Kópavogi, til að hafa með sér samstarf um skipulag og uppsetningu æfingataflna fyrir yngstu iðkendur félaganna. Er þá sérstaklega sjónum beint að knattspyrnu og fimleikum sem eru fjölmennustu íþróttagreinar í bænum. Í þeim efnum horfir Íþróttaráð til þess samstarfs sem félögin standa nú þegar fyrir innan SÍK. Íþróttaráð er meðvitað um að nú þegar hafa félögin átt með sér samtal og samstarf hvað þetta varðar. Hér er því um að ræða hvatningu til að efla það enn frekar.
Undanfarin ár hafa árekstrar æfingatíma milli íþróttagreina verið þekkt áskorun. Árekstrarnir leiða iðulega til brotfalls úr einstökum greinum sem gjarnan kemur niður á greinum þar sem iðkendur eru fáir.
Til þess að auka möguleika allra barna á að stunda fleiri en eina íþróttagrein/tómstund, og um leið finna sér grein við hæfi, er mælst til þess að stærstu greinarnar í fjölda iðkenda, knattspyrna og fimleikar, birti æfingatöflur sínar snemma í sumar.
Er æfingatöflur í knattspyrnu og fimleikum liggja fyrir gefst öðrum greinum og tómstundum möguleiki á að skipuleggja æfingatíma sína með tilliti til þess og draga þannig úr árekstrum og tilheyrandi brottfalli.
Íþróttaráð telur að hér sé um að ræða kjörið verkefni sem meðal annars væri hægt að vinna að innan SÍK og hvetur íþróttafélögin til þess að efla enn frekar samstarf sitt hvað þetta varðar. Þannig verður hægt að gefa fleiri iðkendum í Kópavogi tækifæri til að stunda fleiri en eina íþróttagrein.
Kl. 18:35 vék formaður SÍK af fundinum.

Almenn mál

3.21031013 - Líkamsræktarstöðvar 2021 - Sundlaugar Kópavogs

Lagður fram tölvupóstur dags. 24. mars sl. frá Reebok Fitness þar sem tilkynnt er að fyrirtækið hyggist ekki nýta sér ákvæði samkvæmt 3.gr. í leigusamningi um 3 ára framlengingu og líkur því leigunni þann 31. ágúst 2021.

Lagt fram.

Önnur mál

4.2102323 - Afnot af íþróttamannvirkjum - reiknuð leiga 2020

Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2020.
Yfirlitið er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015. Á móti reiknaðri leigu kemur styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2020 er að upphæð 1.300.650.624,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 501.513.783, HK 526.883.465, Gerpla 221.881.416, Hvönn 12.909.312, DÍK 4.481.198, Glóð 3.542.965, Stálúlfur 11.291.766, Ísbjörninn 1.178.845, Augnablik 880.393, Vatnaliljur 880.393, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 6.454.656 og Skotíþróttafélag Kópavogs 8.752.431,- kr.
Deildarstjóri upplýsti að yfirlitið hafi þegar verið sent viðkomandi íþróttarfélögum í febrúar sl.

Fundi slitið - kl. 19:00.