Íþróttaráð

52. fundur 19. nóvember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1511338 - Breiðablik aðalstjórn-umsókn um styrk v. leikfimi eldri borgara

Lagt fram erindi aðalstjórnar Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna leikfimi eldri borgara.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þús. kr.

2.1510729 - Gerpla-sérstyrkur haust 2015-Umsókn um styrk v.þjálfaranámskeiða-sérgreinahluti FSÍ IC.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiða, sérgreinahluti FSÍ IC.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 40.000.

3.1510730 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.móttökunámskeiðs I

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk v. móttökunámskeiðs 1.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.57.000.

4.1510731 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v. móttökunámskeiðs 2.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna móttökunámskeiðs 2.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.24.000

5.1510732 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.UEG hópfimleika

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna UEG hópfimleika.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.15.000.

6.1510733 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.útbreiðslu verkefnis-Tálknafjörður

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna útbreiðslu verkefnisins-Tálknafjörður.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

7.1510734 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.FIG áhaldafimleikar, þjálfaranámskeiða

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna FIG áhaldafimleika,þjálfaranámskeiða.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.15.000

8.1510735 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.sérverkefnis-XPS gagnagrunns.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérverkefnis-XPS gagnagrunns.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

9.1510736 - Gerpla-sérstyrkir haust 2015-umsókn um styrk v.sérgreinahluti FSÍ IA.

Lagt fram erindi frá Gerplu, þar sem óskað er eftir styrk vegna sérgreinahluta FSÍ.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.48.000.

10.1511330 - Breiðablik körfuknattleiksdeild-sótt um styrk v.stofnunar leikskólahóps hjá félaginu.

Lagt fram erindi frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna stofnunar leikskólahóps hjá félaginu.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

11.1511419 - HK-aðalstjórn-sótt um styrk v.fræðsluverkefnis um andlega líðan íþróttamanna.

Lagt fram erindi frá aðalstjórn HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna fræðsluverkefnis um andlega líðan íþróttamanna.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 150 þús. kr.

12.1511420 - HK knattspyrnudeild-sótt um styrk v.fræðslulestrar um næringu.

Lagt fram erindi frá knattpyrnudeild HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna fræðslufyrirlestrar um næringu íþróttamanna.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

13.1511422 - Hk handknattleiksdeild-sótt um styrk v.þjálfaranámskeiðs

Lagt fram erindi frá handknattleiksdeild Hk, þar sem sótt er um styrk vegna námskeiðs hjá HSÍ, þar sem farið verður í líkamlega uppbyggingu handboltamannsins.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.13.500.

14.1511423 - HK dansdeild-sótt um styrk v.dómararéttinda.

Lagt fram erindi frá dansdeild HK, þar sem sótt er um styrk vegna endurnýjunar og framhalds á dómararéttindum WDSF
Frestað.

15.1511501 - TFK-sótt um styrk vegna þjálfaranámskeiða

Lagt fram erindi frá Tennisfélagi Kópavogs, þar sem sótt erum um styrk vegna þjálfaranámskeiða
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr.48.000.

16.1511545 - TFK-umsókn um styrk vegna þjálfaranámsk. ITF (play tennis).

Lagt fram erindi frá Tennisfélagi Kópavogs, þar semsótt er um styrk vegna þjálfaranámskeiða.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 32.000.

17.1507490 - Breiðablik knattspyrnudeild-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kóp.2015-2016

Á 50. fundi Íþróttaráðs sem fór fram þann 20. ágúst sl. bókaði íþróttaráð með eftirfarandi hætti:
Í ljósi fjölgunar iðkenda í knattspyrnu hjá félögunum í Kópavogi og samhliða því aukinnar eftirspurnar eftir tímum í knatthúsunum tveimur þá felur íþróttaráð íþróttafulltrúa að skoða hvort svigrúm sé til að endurskoða gjaldskrá um útleigutíma í knatthúsunum með það að markmiði að hækka verð á hvern útleigutíma. Þannig verður hugsanlega til svigrúm til þess að ná fram sömu leigutekjum en á færri útleigutíma. Ætti það að gefa svigrúm til þess að fjölga tímum til úthlutunar til knattspyrnufélaganna, þá sérstaklega í barna og unglingastarfi, þar sem vöxtur í fjölda iðenda hefur verið hvað mestur.
Á 2786 fundi bæjarráðs sem fór fram þann 3. september sl., fjallaði bæjarráð um erindið undir fyrirsögninni "Athugun á svigrúmi til hækkunar gjaldskrár í Knatthúsum bæjarins". Afgreiðsla Bæjarráðs var að þannig að, Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Íþróttaráð minnir á sína fyrri bókun og leggur áherslu á framgang málsins fyrir næstu áramót.

18.1511549 - Íþróttahátíð Kópavogs 2015

Íþróttaráð samþykkir að íþróttahátíð Kópavogs verði haldin í annarri viku janúar. á nýju ári.
Starfsmönnum falið að kanna möguleika þess hjá þrem stæstu íþróttafélögunum að halda hátíðina.

19.1504587 - Hvönn-Danskeppni í Kópavogi 18.okt 2015 - Umsókn um aðstöðu og styrk.

Tekið til afgreiðslu erindi frá dansfélögunum í Kópavogi frá 24. apr. sl., og frestað var á fundi íþróttaráðs 30. apr. sl., þar sem óskað er eftir styrk frá íþróttaráði vegna danskeppninnar.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. -170.000,-

20.1510214 - Skotfélag Kópavogs, styrkumsókn 2015 v. endurnýjunar á æfinga-og keppnisbúnaði.

Tekið til afgreiðslu erindi frá Skotíþróttafélagi Kópavogs dags. 7. okt. sl., þar sem félagið sækir um styrk til endurnýjunar á æfinga- og keppnisbúnaði félagsins í Digranesi. Erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins og íþróttafulltrúa falið að skoða hvort að heimild verði veitt í verkefnið við gerð næstu fjárhagsáætlunar
Íþróttaráð synjar erindinu að svo komnu máli. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að verða við óskum félagsins.
Þá vísar íþróttaráð til bókunar undir 1. dagskrárlið fundarins er varðar samantekt/yfirlit á keppnisbúnaði íþróttamannvirkja og ástandi hans.

21.1510134 - Tillaga að breytingu á frístundastyrkjum

Lagt fram erindi frá foreldrafélagi Kópavogsskóla, dags. 9. september, þar sem lagt er til að skilyrði fyrir frístundastyrkjum verði rýmkuð til að hvetja ungmenni til íþróttaiðkunar en bæjarráð vísaði erindinu til afgreiðslu íþróttaráðs á fundi sínum þann 8. okt. sl.
Almennar umræður.
Íþróttaráð telur ekki ástæðu til að breyta nýsamþykktum reglum um frístundastyrki að svo komnu máli en telur hins vegar rétt að umræða sem tengist breytingum á þeim reglum sem hér um ræðir verði tekin í tengslum við þá vinnu sem nú er í gangi við lýðheilsustefnu Kópavogs varðandi Heilsueflandi samfélag.

22.1511331 - Fyrirspurn um lýsingu á Sparkvöllum

Lagður fram tölvupóstur dags. 15. okt. sl., frá íbúa í Vatnsendahverfi, sem óskar eftir því að ljósin á sparkvelli við Vatnsendaskóla fái að loga lengur en til tíu á kvöldin eins og tíðkast á nokkrum öðrum sparkvöllum í bænum og að ljósin séu í lagi. Jafnframt lagðar fram reglur um sparkvelli í Kópavogi frá júlí 2012.
Íþróttaráð biðst velvirðingar á því hve dregist hefur að svara fyrirspurn þinni, en upplýst var að þegar er hafin vinna við að koma lýsingu á völlunum í lag.
Íþróttarráð vísar í framlagðar reglur sem settar voru upp við alla sparkvelli bæjarins sumarið 2012. Þær kveða á um opnunartíma vallanna, ( til 22:00 á kvöldin) og afnotarétt hinna ýmsu aldurshópa.
Starfsmönnum falið að taka saman yfirlit um ástand og stjórnun lýsingar sparkvallanna sl. ár og leggja fram á næsta fundi ráðsins.

23.1510418 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2015-2016

Lögð fram svör þeirra íþróttafélaga/-deilda sem brugðist hafa við fyrirspurn íþróttafulltrúa um æfingagjöld og hvaða þættir liggi að baki verðmyndun þeirra hjá einstökum flokkum/hópum, s.s. kostnað vegna þjálfara, búninga, áhalda og fl.
Almennar umræður, afgreiðslu frestað. Íþróttaráð telur óásættanlegt að sumar deildir/íþróttafélög hafi ekki enn skilað umbeðnum upplýsingum til íþróttadeildar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar að lútandi.

24.15062265 - Augnablik-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2015/2016.

Lagður fram tölvupóstur frá Aðastjórn HK dags. 28 semptember sl., þar sem greint er frá samskiptum HK og Augnabliks um stofnun/samstarf körfuknattleiksdeildar innan HK. Þá lýsir Aðalstjórn HK annmörkum þess að hægt sé að stofna körfuknattleiksdeild innan félagsins vegna aðstöðuleysis og óskar eftir því að Kópavogsbær upplýsi um hvort mögulegt sé að fá úthlutað fleiri tímum í íþróttahúsum bæjarins, austan Reykjanesbrautar, svo mögulegt sé að hefja undirbúningsvinnu fyrir stofnun körfuknattleiksdeildar hjá félaginu.
Almennar umræður. Vísað er til fyrri bókunar Íþróttaráðs varðandi mál þetta. Íþróttadeild falið að vinna málið áfram.

25.1511332 - Íþróttir - Barnsins vegna

Lagður fram bæklingurinn "Íþróttir - Barnsins vegna" sem gefin var út af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands á þessu ári.
Almennar umræður urðu um málið. Íþróttaráð fagnar útgáfu nýs bæklings Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Íþróttaráð hvetur íþrótta og tómstundafélögin í Kópavogi til að kynna sér efni bæklingsins og stuðla að útbreiðslu þess.

26.15081387 - Iceland Winter cup 2016- sótt um aðstöðu fyrir mót

Tekið til afgreiðslu erindi frá forseta Iceland Cricket Club, um að fá Kórinn til afnota fyrir Iceland Winter Cup í Cricket, dagana 28. til 30. október 2016. Erindinu var frestað á fundi íþróttaráðs þann 20.ágúst sl., og starfsmönnum falið að kanna málið fyrir næsta fund.
Íþróttaráð samþykkir framlagt erindi og felur starfsmönnum að vinna málið áfram.

27.1511309 - Hk-ósk um að halda pæjumót í Kórnum, 30-31.janúar 2016.

Lagt fram erindi frá HK, þar sem óskað er eftir styrk vegna pæjumóts í Kórnum, haldið 30-31. janúar 2016.
Íþróttaráð samþykkir erindið og lýsir jafnframt ánægju sinni með aukið framboð knattspyrnumóta að vetri til.

28.1510396 - Endurnýjun búnaðar vegna innilaugar í sundlaug Kópavogs

Lagt fram erindi frá sunddeild Breiðabliks dags. 14. okt. sl. sem vísað var frá bæjarráði til menntasviðs til afgreiðslu. Um er að ræða beiðni sunddeildar Breiðbliks varðandi endurnýjun keppnisbúnaðar í innilaug Sundlaugar Kópavogs.

Íþróttaráð synjað erindinu að svo komnu máli. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni á næsta ári til að verða við óskum sunddeildarinnar.
Jafnframt felur Íþróttaráð íþróttafulltrúa að taka saman lista yfir þann keppnisbúnað sem er til staðar í öllum íþróttamannvirkjum bæjarins í dag og leggja fyrir íþróttaráð.

29.1511378 - Foreldraráð Kársnesskóla-erindi v. innleiðingar spjaldtalva.

Lagt fram erindi frá f.h. Stjórn Foreldrafélags Kársnesskóla, dags. 28. okt. sl., til Menntasviðs Kópavogs, þar sem stjórnin óskar eftir sérstakri umsögn frá Íþróttaráði Kópavogs varðandi innleiðingu á spjaldtölvum með tilliti til áhrifa af aukinni notkun tölva á hreyfingu og útiveru nemenda.
Innleiðingar spjaldtölva í grunnskólunum snertir framkvæmd kennslu í bóklegum tímum í grunnskólum á vegum Kópavogsbæjar. Um langt skeið hefur blómlegt íþróttastarf farið fram innan raða íþróttafélaganna í Kópavogi. Þá er aðstaða til íþróttaiðkunnar í skólaleikfimi til fyrirmyndar en kennsla í skólaleikfimi er að sjálfssögðu fastur liður í starfi grunnskólanna. Þátttaka barna og unglinga í íþróttastarfi hefur reyndar verið með því mesta sem þekkist hérlendis. Reyndar svo mikil að íþróttafélögin í bænum anna vart þeirri eftirspurn sem er til staðar eftir þeirra þjónustu. Heilt yfir hefur íþróttaráð því ekki áhyggjur af því að notkun á spjaldtölvum í bóklegri kennslu í afmörkuðum þætti í starfi grunnskóla í Kópavogi muni hafa áhrif á hreyfingu og útiveru nemenda í grunnskólum Kópavogs. Íþróttaráð mun hins vegar að sjálfssögðu fylgjast með þróun þessara mála hér eftir sem hingað til. Íþróttaráð telur mikilvægt að til séu verkferlar um notkun tækjanna.

30.1511308 - HK blakdeild-umsókn um ferðastyrk v.þáttöku í Norður Evróðu keppni félagsliða.

Lögð fram umsókn frá Blakdeild HK um styrk fyrir deildina vegna þátttöku í norður Evrópu keppni félagsliða sem fram fer í Tromsö í Noregi 27.-29. nóv nk.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 325.000,-

31.1511424 - Sérstyrkir íþróttaráðs - haust 2015

Lögð fram samantekt á öllum umsóknum íþróttafélaganna um sérstyrki fyrir haust 2015 og tillaga íþróttadeildarinnar að úthlutun styrkja miðað við óbreyttar forsendur frá fyrri árum.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

32.1511296 - Breiðablik knattspyrnudeild-umsókn um styrk v. MiCoach snjallbolta.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á MiCoach snjallbolta.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

33.1511297 - Breiðablik knattspyrnudeild-sótt um styrk v.kaupa á ljósmyndabúnaði

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna kaupa á ljósmyndabúnaðil
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

34.1511298 - Breiðablik knattspyrnudeild-sótt um styrk v.innleiðingar á forriti, Sideline.

Lagt fram erindi frá knattspyrnudeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna innleiðingar á forriti, Sideline.
Íþróttaráð sér sér ekki fært að verða við styrkumsókninni.

35.1511327 - Breiðablik körfuknattleiksdeild-sótt um styrk v.minibolta stelpna 6-10 ára.

Lagt fram erindi frá körfuknattleiksdeild Breiðabliks, þar sem óskað er eftir styrk vegna minibolta stelpna 6-10 ára.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð 200 þús. kr.

Fundi slitið.