Lagður fram tölvupóstur frá Aðastjórn HK dags. 28 semptember sl., þar sem greint er frá samskiptum HK og Augnabliks um stofnun/samstarf körfuknattleiksdeildar innan HK. Þá lýsir Aðalstjórn HK annmörkum þess að hægt sé að stofna körfuknattleiksdeild innan félagsins vegna aðstöðuleysis og óskar eftir því að Kópavogsbær upplýsi um hvort mögulegt sé að fá úthlutað fleiri tímum í íþróttahúsum bæjarins, austan Reykjanesbrautar, svo mögulegt sé að hefja undirbúningsvinnu fyrir stofnun körfuknattleiksdeildar hjá félaginu.