Á síðasta fundi íþróttaráðs komu framkvæmdastjórar Breiðabliks og HK á fundinn og óskuðu eftir því að bæjaryfirvöld endurskoði úthlutaðan tímaramma fyrir æfingar knattspyrnudeilda félaganna í Fífunni og Kórnum á komandi vetri.
Í framhaldi af fundinum funduðu starfsmenn íþróttadeildar og formaður íþróttaráðs með félögunum þar sem þau lögðu fram meðfylgjandi gögn máli sínu til stuðnings.
Lagðar fram tillögur íþróttadeildar um afnot knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks af knattspyrnuvöllum og knatthúsum bæjarins á komandi tímabili (2020-2021). Jafnframt lagðar fram upplýsingar um þróun æfingatíma knattspyrnudeildanna á gervigrasvöllum bæjarins frá 2011-2020, yfirlit yfir leigutekjur knatthúsanna frá 2014 sem og áætlaðan tekjumissi vegna minni útleigu sem Kópavogsbær yrði fyrir, verði tillaga íþróttadeildar samþykkt.
Almennar umræður og fyrirspurnir