Íþróttaráð

105. fundur 15. september 2020 kl. 17:00 - 19:40 í Golfskála GKG
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.2005050 - Menntasvið-Rannsókn og greining - Niðurstöður Ungt fólk 2020

Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar "Ungt fólk" sem tekin var síðasliðinn vetur meðal nemenda í 8., 9. og 10 bekk í grunnskólum Kópavogs.
Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsókn og greiningu ehf. kynnti niðurstöðu rannsóknarinnar "Ungt fólk" sem tekin var meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk í grunnskólum Kópavogs sl. vetur.
Almennar umræður og fyrirspurnir

Almenn mál

2.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Kynning á tilkynningahnappi í spjaldtölvum hjá nemendum í 5. -10. bekk í grunnskólum Kópavogs. Tilgangur tilkynningahnapps er að veita börnum greiðari aðganga að því leita aðstoðar hjá barnavernd Kópavogs.
Lagt fram.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.20061079 - Æfingatöflur veturinn 2020-2021 - Rammi til úthlutunar

Á síðasta fundi íþróttaráðs komu framkvæmdastjórar Breiðabliks og HK á fundinn og óskuðu eftir því að bæjaryfirvöld endurskoði úthlutaðan tímaramma fyrir æfingar knattspyrnudeilda félaganna í Fífunni og Kórnum á komandi vetri.
Í framhaldi af fundinum funduðu starfsmenn íþróttadeildar og formaður íþróttaráðs með félögunum þar sem þau lögðu fram meðfylgjandi gögn máli sínu til stuðnings.
Lagðar fram tillögur íþróttadeildar um afnot knattspyrnudeilda HK og Breiðabliks af knattspyrnuvöllum og knatthúsum bæjarins á komandi tímabili (2020-2021). Jafnframt lagðar fram upplýsingar um þróun æfingatíma knattspyrnudeildanna á gervigrasvöllum bæjarins frá 2011-2020, yfirlit yfir leigutekjur knatthúsanna frá 2014 sem og áætlaðan tekjumissi vegna minni útleigu sem Kópavogsbær yrði fyrir, verði tillaga íþróttadeildar samþykkt.
Við undirbúning málsins hefur bæði HK og Breiðablik lagt fram ítarleg gögn um stöðu og þróun knattspyrnudeilda félaganna. Það er mat íþróttaráðs að gögnin séu vönduð og sýni fram á að ástæða er til að endurskoða úthlutun á tímum til afnota fyrir knattspyrnudeildirnar sem þeim hafði verið kynnt. Útskýringar félaganna draga fram þær aðstæður sem kalla á endurmat. Íþróttafulltrúi hefur lagt fyrir nefndina uppfærðar tillögur sem er ætlað að mæta óskum félagana svo til að öllu leyti.
Íþróttaráð samþykkir tillöguna. Í ljósi þess að sú breytingatillaga sem hér um ræðir hefur fjárhagslega áhrif í för með sér þá vísar ráðið málinu til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Ráðið vekur hins vegar athygli á því að samkvæmt samantekt íþróttafulltrúa þá hefur fjöldi tíma til afnota fyrir knattspyrnudeild Breiðabliks hækkað úr 49 tímum yfir vetrartímabilið í 136 tíma á tímabilinu 2011 til 2020. Varðandi HK þá fjölgar tímum úr 39 tímum 2011 í 96 tíma 2020. Af þessu að dæma þá hefur tímum til umráða hjá knattspyrnudeildunum fjölgað umtalsvert enda hefur iðkendum fjölgað mikið hjá deildunum á þessu tímabili. Ber sú aukning vitnisburð um gott starf hjá félögunum og bindur íþróttaráð vonir við að svo verði áfram.

Fundi slitið - kl. 19:40.