Íþróttaráð

100. fundur 12. febrúar 2020 kl. 17:00 - 19:50 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sunna S. Söebeck Arnardóttir varamaður
  • Hlín Bjarnadóttir aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson íþróttafulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1909224 - Íþróttaveisla UMFÍ í Kópavogi 2020

Kynning á Íþróttaveislu UMFÍ sem verður haldin í júní 2020 í Kópavogi.
Framkvæmdastjóri UMSK, Valdimar Gunnarsson kom og kynnti málið.
Íþróttaráð þakkar Valdimar fyrir greinargóða kynningu.

Almenn mál

2.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Lagt fram svar Breiðabliks dags. 7. febúar sl., vegna bókunar íþróttaráðs frá 3. okt. sl., "um nýtingu á þeim gerigrasvöllum sem Breiðablik hefur til umráða" á líðandi tímabili.
Fulltrúar knattspyrnudeildar Breiðabliks þeir Vilhjálmur Kári Haraldsson og Hákon Sverrisson mættu á fund Íþróttaráðs og fóru vel yfir tímatöflu knattspyrnudeildar Breiðabliks. Íþróttaráð þakkar þeim fyrir góða kynningu og útskýringar á flæði allra flokka á hverjum degi fyrir sig, framsetning mjög upplýsandi fyrir starfsemi deildarinnar. Á fundi íþróttaráðs þann 3. október sl. var fjallað um ramma til úthlutunar á æfingatíma á Kópavogsvelli. Þær upplýsingar sem nú liggja fyrir eru í veigamiklum atriðum ítarlegri en þau gögn sem lágu fyrir á fundi Íþróttaráðs þann 3. október sl. Samkvæmt þeim gögnum sem nú liggja fyrir er nýting knattspyrnudeildar Breiðabliks að ná yfir meira og minna alla lausa tíma á öllum þeim völlum sem félagið hefur til ráðstöfunar. Íþróttaráð þakkar Vilhjálmi Kára og Hákoni fyrir greinargóðar upplýsingar.

Almenn mál

3.1808691 - Erindisbréf íþróttaráðs 2018

Erindi frá fulltrúa Pírata í íþróttaráði dags. 10. febrúar sl.
"Yfirferð á erindisbréfi íþróttaráðs með það fyrir augum að bera kennsl á hvað ráðið sé að gera vel og hvað ráðið gæti gert betur til þess að uppfylla þá verkefnalýsingu sem finna má í erindisbréfi ráðsins".
Almennar umræður, fram haldið á næsta fundi.

Almenn mál

4.1911860 - Æfingagjöld íþróttafélaga 2019/2020

Lagt fram samantekt íþróttadeildar yfir gjaldskrárbreytingar æfingagjalda milli ára hjá íþróttafélagum í Kópavogi.
Frestað til næsta fundar.

Almenn mál

5.2002180 - Breiðablik-Frjálsíþróttdeild v/framkvæmda á Kópavogsvelli 2019

Lagt fram erindi aðalstjórnar Breiðabliks f.h. frjálsíþróttadeildar félagsins dags., 15.10 sl. Þar er m.a. óskað eftir að deildinni verði bætt að einhverjum hluta það fjárhagstjón sem deildin varð fyrir vegna framkvæmda á Kópavogsvelli sl. sumar. Deildin varð af tekjum bæði vegna keppnisgjalda og auglýsingatekna í tengslum við mótahald sem fyrirhugað var á Kópavogsvelli sumarið 2019.
Íþróttadeild falin úrvinnsla málsins.

Aðsend erindi

6.2001831 - Afnot af húsnæði vegna sumarnámskeiðs 2020

Lagt fram erindi dags. 28. jan 2020 frá Ými Guðmundssyni og Magnúsi Aroni Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir aðstöðu í íþróttahúsi hjá Kópavogsbæ vegna Ævintýranámskeiða sem þeir vilja bjóða upp á sumarið 2020.
Íþróttaráð felur starfsmönnum að skoða útfærslu á þeim möguleikum sem lýst er í erindinu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.2002240 - Ósk um æfingaaðstöðu í íþróttahúsinu Digranesi fyrir Kraftlyftingadeild Breiðabliks

Lagt fram erindi frá Breiðablik f.h. kraftlyftingadeildar félagsins, dags. 27.des. sl., þar sem óskað er; "eftir því við íþróttadeild Kópavogsbæjar að hún kanni möguleikann á því að Kraftlyftingadeild Breiðabliks fái aðstöðu í íþróttahhúsinu Digranesi (svokölluðum Vestursal) fyrir starfssemi sína."
Íþróttaráð er fylgjandi því að Kraftlyfingadeild Breiðabliks fái afnot af vestursal í íþróttahúsinu Digranesi og felur starfsmönnum að kanna þann möguleika nánar með tilliti til annarrar starfsemi sem fyrir er í húsinu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.2002295 - Ósk um æfinga- og keppnisaðstöðu

Lagt fram erindi frá knattspyrnufélaginu Skandinavíu, dags. 22.01.2020, þar sem félagið óskar eftir æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir starfsemi sína á þessu ári.
Umræður um málið.

Önnur mál

9.2002319 - HK 50 ára og Breiðablik 70 ára

Í tilefni af 50 ára afmæli HK 26. janúar sl. og 70 ára afmæli Breiðabliks í dag, 12. febrúar, óskar íþróttaráð íþróttafélögunum til hamingju með áfangann.

Fundi slitið - kl. 19:50.