Íþróttaráð

92. fundur 09. maí 2019 kl. 17:00 - 19:00 á Digranesvegi 1, Vatnsenda 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Jón Finnbogason aðalmaður
  • Signý Sigurrós Skúladóttir aðalmaður
  • Sverrir Kári Karlsson aðalmaður
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalmaður
  • Matthías Hjartarson áheyrnarfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1811561 - Framkvæmdir á knattspyrnuvöllum 2018-2019

Greint var frá stöðu framkvæmda við Kópavogsvöll, en verið er að ganga frá gervigrasteppinu og innfyllingu þess þessa daga. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í næstu viku og völlurinn verði afhentur 15. maí nk. Jafnframt sýndar yfirlitsmyndir af vellinum í dag.
Lagt fram, almennar umræður.

Almenn mál

2.1904043 - Kópavogsvöllur - Frjálsíþróttaaðstaða

Greint frá stöðu framkvæmda við kastsvæði Breiðabliks og þeim breytingum lagt er til að gerðar verði frá fyrstu drögum sem lágu til grundvallar fjárhagsáætlun fyrir verkið í byrjun árs. Hönnun og útfærsla svæðisins hefur verið unnið í nánu samráði við Breiðablik sl. vikur.
Sú tillaga sem nú er til skoðunar er til þess fallin að bæta mjög æfingaaðstöðu Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks borið saman við upphaflega tillögu. Íþróttaráð vonast til að unnt verði að ráðast í þær framkvæmdir sem lýst er við fyrsta tækifæri og lýsir yfir ánægju með að samráð hafi verið haft við Breiðablik sem lagði fram þá tillögu sem hér um ræðir.

Almenn mál

3.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Greint frá því að SIK fái undirsíðu á vef Kópavogsbæjar undir "íbúar, Íþróttir og Útilíf", sem verði með svipuðum hætti/tengingum og er við íþróttamannvirki, sundlaugar, íþróttafélög, frístundastyrki og fl.
Íþróttaráð er ánægt með að upplýsingar um SIK verði gerðar aðgengilegar á sérstakri undirsíðu á heimasíðu Kópavogsbæjar. Almennar umræður um samráðsferla og samstarf milli SIK og bæjaryfirvalda.

Erindi úr bæjarráði

4.1904486 - Tillaga bæjarfulltrúa um rafíþróttir og eflingu þeirra

Lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í bæjarráði, um að Kópavogsbær samþykki að taka upp viðræður við íþróttafélögin í Kópavogi um það hvernig efla megi rafíþróttir innan félaganna. Bæjarráð vísaði tillögunni til úrvinnslu menntasviðs og íþróttaráðs á fundi ráðsins 11. apríl sl.
Upplýst var á fundinum að fulltrúar frá íþróttafélögum í bænum er á leiðinni til Danmerkur ásamt fleiri félögum innan UMFÍ til að kynna sér þessi málefni.
Almennar umræður fóru fram um málið á jákvæðum nótum. Hins vegar frestar nefndin afgreiðslu málsins meðan aflað er frekari upplýsinga um þá ferð til sem fulltrúar félaganna eru að fara til upplýsingaöflunar undir forystu UMFÍ. Málinu því frestað.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1904589 - Umsókn um íþróttaaðstöðu hjá Kópavogsbæ

Lögð fram umsókn frá Knattspyrnufélaginu Miðbær (KM), dagsett 4. apríl sl., um aðgang að æfinga- og keppnisaðstöðu fyrir félagið á knattspyrnuvöllum bæjarins á komandi sumri.
Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu, en vísar erindinu til afgreiðslu SIK.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1903404 - Æfingtöflur veturinn 2019-20 - Rammi til úthlutunar

Lagðar fram tillögur íþróttadeildar um ramma til úthlutunar æfinga- og keppnistímum til íþróttafélaganna í Kópavogi, á knattspyrnuvöllum bæjarins nú í sumar sem og næsta vetur (2019-20).
Íþróttaráð fagnar því hversu vel hefur verið tekið á aðstöðumálum knattspyrnunnar í Kópavogi. Hrein aukning nýtanlegra æfinga- og keppnistíma eykst um 80% milli ára. Íþróttaráð vísar tillögu deildarinnar til SIK/íþróttafélaganna til umsagnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.