Lagt fram yfirlit íþróttadeildar yfir reiknaða leigu vegna afnota íþróttafélaga í Kópavogi af íþróttamannvirkjum bæjarins árið 2018.
Það er á grundvelli reglna íþróttaráðs um afnot af íþróttamannvirkjum frá 2015.
Á móti reiknaðri leigu kemur síðan styrkur frá íþróttaráði að sömu fjárhæð til viðkomandi íþróttafélags, sem skal færa sem styrk á móti reiknaðri leigu í ársreikningum félaganna.
Reiknuð leiga vegna 2018 er að upphæð 1.085.653.068,- kr. og skiptist hún eftirfarandi á íþróttafélögin:
Breiðablik 445.563.602, HK 463.616.087, Gerpla 129.885.789, Hvönn 11.421.569, DÍK 3.115.980, Glóð 5.298.796, Stálúlfur 5.373.503, Ísbjörninn 2.071.729, Augnablik 3.141.661, Vatnaliljur 2.655.467, Golfklúbbur Garðabæjar og Kópavogs 5.710.784 og Skotíþróttafélag Kópavogs 7.798.101,- kr.