Dagskrá
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
1.18051175 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2018-19 - Rammi til úthlutunar
Lagður fram rammi fyrir æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar frá fyrra ári, en þær byggja á þeim ramma sem úthlutað hefur verið síðustu tvö árin.
Afgreiðslu frestað á síðasta fundi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
2.1807318 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2018/2019
Lögð fram að nýju samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur. Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 3-12 eru listaðar upp óskir íþróttafélaganna og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Málinu var frestað á síðasta fundi eftir almennar umræður og starfsmönnum falið að óska eftir ítarlegari gögnum frá HK og Breiðablik varðandi Fagralund.
Ítarlegri gögn hafa borist.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
3.1807319 - Dansíþróttaféagið Hvönn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn Dansfélagsins Hvannar dagsett 2. júlí sl., ásamt tímatöflu/stundaskrá fyrir Danssalinn í Kórnum á komandi vetri sem frestað var á síðasta fundi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
4.1807320 - Gerpla-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 16. júlí sl., um fullan aðgang að Versölum og íþróttahúsi Vatnsendaskóla frá 14:00 til 22:00 virka daga og 9:00-19:00/21:30 um helgar. Jafnframt óskar félagið eftir aðgangi að íþróttahúsi Lindaskóla 2 daga í viku, 4-5 tíma í senn. Afgreiðslu var frestað var á síðasta fundi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
5.1807321 - HK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn Aðalstjórnar HK dags. 15. júlí sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-,dans-, handknattleiks- og knattspyrnudeild, sem frestað var á síðasta fundi. Ítarlegri gögn hafa borist.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
6.1807322 - Breiðablik-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir átta deildir ásamt íþróttaskóla en það eru frjálsíþrótta-, karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skák-, skíða-, sund- og taekwandodeild, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins. Ítarlegri gögn hafa borist.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
7.1807323 - DÍK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn DÍK dagsett 25. júlí sl., um að fá 2 tíma á mánudögum og 3 á miðvikudögum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
8.1807324 - Stálúlfur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð er fram að nýju umsókn Stál-úlfs dagsett, 17. júlí sl., þar sem óskar eftir æfingatímum fyrir körfukn.leiksdeild í íþróttahúsi Kársnes, Fagralundi og Digranesi ásamt keppnistímum fyrir í Fagrilundi á sunnudögum. Fyrir knattspyrnudeild félagsins, æfingatíma á gervigrasi í Fagralundi 1,5 tíma 3x í viku (mánudaga, fimmtudaga og laugardaga) og tíma fyrir Futsal í Digranesi, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
9.1807325 - Ísbjörninn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn frá Ísbirninum dagsett 2. júlí sl., um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt utan úthlutunaramma íþróttaráðs sem og tíma fyrir Futsal í Digranesi sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
10.1807326 - SFK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn Skotíþróttafélags Kópavogs dagsett 16. júlí sl., sem og tímatafla fyrir kjallarann í Digranesi, sem frestað var á síðasta fundi ráðsins.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
11.1807327 - Glóð-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Samkvæmt símtali við formann Glóðar í lok júlí sl., óskar félagið eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-17 og fimmtudögum 17-18. Í Digranesi ( vestursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
12.1808059 - Vatnaliljur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram að nýju umsókn Vatnalilja dagsett 3. ágúst sl., þar sem óskað er eftir tímum í Fagralundi, eftir kl: 21:00, á mánudögum, föstudögum og sunnudögum á heilum velli og á þriðjudögum og fimmtudögum á hálfum velli, en erindinu var frestað á síðasta fundi ráðsins.
Önnur mál
13.1807238 - Beiðni um styrk vegna þátttöku Sindra Hrafns Guðmundssonar spjótkastara á Evrópumótinu í Berlín í sumar
Lagt fram erindi frá Aðalstjórn Breiðabliks, dags. 17. júlí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku Sindra Hrafns Guðmundssonar spjótkastara í Evrópumeistaramótinu í Berlín í lok júlí sl.
Önnur mál
14.1808691 - Erindisbréf íþróttaráðs 2018
Lagt fram til kynningar erindisbréf fyrir íþróttaráð Kópavogs.
Fundi slitið - kl. 18:30.