Dagskrá
Almenn mál
1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
Kynning á málefnum SÍK frá síðasta fundi ráðsins.
Samstarssamningur milli Kópavogsbæjar og SÍK var undirritaður 2. júlí sl.
Í samningnum eru ákvæði um úthlutun styrkja til íþróttafélaganna sem og úthlutun æfingatíma í íþróttamannvirkjum bæjarins.
Í beinu framhaldi af undirskrift samningsins óskaði stjórn SIK eftir aðstoð starfsmanna íþróttadeildar bæði við gagnaöflun og úrvinnslu þeirra við úthlutun stafsstyrkja 2018 sem og við tímaúthlutanir til íþróttafélaganna í íþróttamannvirkjum á komandi vetri en þær verða lagðar fram hér síðar á fundinum.
Almenn mál
2.1710341 - Æfingagjöld íþróttafélaga í Kópavogi 2016-2018
Lögð fyrir fundinn svör og skýringar Breiðabliks, dagsettar 22. mars sl. og svör HK, dags. 12. og 13. apríl sl., á hækkunum/lækkunum æfingagjalda hjá félögunum á síðasta misseri.
Almenn mál
3.18051175 - Æfingatöflur fyrir veturinn 2018-19 - Rammi til úthlutunar
Lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar frá fyrra ári, en þær byggja á þeim ramma sem úthlutað hefur verið síðustu tvö árin.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
4.1807318 - Umsóknir um æfingatíma í Íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar 2018/2019
Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur.
Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Í dagskrárliðum 5 - 14 koma fram óskir íþróttafélaganna og afgreiðslu þeirra.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
5.1807319 - Dansíþróttaféagið Hvönn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn Dansfélagsins Hvannar dagsett 2. júlí sl., ásamt tímatöflu/stundaskrá fyrir Danssalinn í Kórnum á komandi vetri.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
6.1807320 - Gerpla-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn aðalstjórnar Gerplu dagsett 16. júlí sl., um fullan aðgang að Versölum og íþróttahúsi Vatnsendaskóla frá 14:00 til 22:00 virka daga og 9:00-19:00/21:30 um helgar. Jafnframt óskar félagið eftir aðgangi að íþróttahúsi Lindaskóla 2 daga í viku, 4-5 tíma í senn.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
7.1807321 - HK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn Aðalstjórnar HK dags. 15. júlí sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir sex deildir, þ.e. bandý-, blak-, borðtennis-,dans-, handknattleiks- og knattspyrnudeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
8.1807322 - Breiðablik-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn Aðalstjórnar Breiðabliks dags. 8. ágúst sl., þar sem félagið sækir um æfingatíma fyrir átta deildir ásamt íþróttaskóla en það eru frjálsíþrótta-, karate-, knattspyrnu-, körfuknattleiks-, skák-, skíða-, sund- og taekwandodeild.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
9.1807323 - DÍK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn DÍK dagsett 25. júlí sl., um að fá 2 tíma á mánudögum og 3 á miðvikudögum í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
10.1807324 - Stálúlfur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð er fram umsókn Stál-úlfs dagsett, 17. júlí sl., þar sem óskar eftir því að félagið fái til ráðstöfunar æfingatíma í íþróttahúsi Kársnes, Fagralundi og Digranesi ásamt keppnistímum fyrir körufknattleiksdeildina í Fagrilundi á sunnudögum.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
11.1807325 - Ísbjörninn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn frá Ísbirninum dagsett 2. júlí sl., um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt utan úthlutunaramma íþróttaráðs sem og tíma fyrir Futsal í Digranesi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
12.1807326 - SFK-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn Skotíþróttafélags Kópavogs dagsett 16. júlí sl., sem og tímatafla fyrir kjallarann í Digranesi.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
13.1807327 - Glóð-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Samkvæmt símtali við formann Glóðar í lok júlí sl., óskar félagið eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum 16-17 og fimmtudögum 17-18. Í Digranesi ( vestursal ) mánudaga 17-18 og þriðjudaga 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma frá 13:30-14:30.
Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni
14.1808059 - Vatnaliljur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2018 - 2019
Lögð fram umsókn Vatnalilja dagsett 3. ágúst sl., þar sem óskað er eftir sömu tímum í Fagralundi og sl. vetur, eftir kl: 21:00, á föstudögum og sunnudögum á heilum velli og á þriðjudögum og fimmtudögum á hálfum velli.
Önnur mál
15.1808201 - Íþróttaráð - áætlun um fundartíma ráðsins 2018-2022
Lögð fram tillaga að fundaáætlun fyrir kjörtímabilið 2018-2022.
Fundi slitið - kl. 19:05.
Íþróttaráð lýsti yfir ánægju með að unnið sé að sameiginlegri lausn allra aðila til þess að bæta þá þjónustu sem hér um ræðir sem er einn liður af mörgum í að mynda samfellu í stundaskrá skóla og tómstunda og íþróttastarfs í Kópavogi.