Íþróttaráð

82. fundur 24. apríl 2018 kl. 16:30 - 18:00 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Almenn mál

1.1609996 - Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi

Lögð fram til kynningar lokadrög að samningi milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt voru á fundi starfsstjórnar SÍK 23. apríl sl.
Íþróttaráð fagnar því að nú liggi fyrir sameiginleg samningsdrög milli Kópavogsbæjar og SÍK. Með von um aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar í Kópavogi.

Aðsend erindi

2.1804614 - Beiðni um endurskoðun á umsókn um frístundastyrk

Lagt fram erindi frá íbúa í bænum, dags. 23. apríl sl. þar sem óskað er endurskoðunar á aldursviðmiðum í reglum um frístundastyrk Kópavogsbæjar, úr 16 í 14 ár, þeirra er sækja líkamsræktarstöðvar.
Íþróttaráð breytti reglum um frístundastyrk fyrir tæpu ári síðan og telur íþróttaráð að svo stöddu sé ekki komin sú reynsla á þær breytingar að tímabært sé að breyta reglunum aftur. Á undanförnum árum hefur Íþróttaráð hins vegar tekið reglur þessar til umræðu á hverju hausti og má gera ráð fyrir að það verði einnig gert n.k. haust. Það erindi sem hér liggur fyrir er innlegg í þá umræðu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.1804443 - Beiðni um að halda blaklandsleiki í Digranesi

Lagt fram erindi frá Blaksambandi Íslands (BLÍ), dags. 12. apríl sl., þar sem BLÍ óskar eftir því að komast að í viðburðahúsið Digranes, vera með landsleiki og úrslitahelgi í Kjörísbikarnum til næstu þriggja ára með von um framlengingu.
Íþróttaráð lítur jákvætt á erindið og felur starfsmönnum að kanna hvort og þá hvernig aukin afnot BLÍ á Digranesi geti samræmst þeirri starfsemi sem fyrir er í húsinu nú þegar svo sem með tillit til æfingatíma barna og unglinga.

Önnur mál

4.1710626 - Formleg beiðni Breiðabliks um gervigras við Fífuna

Staða málsins kynnt. Bæjarráð í morgun: Greinargerð sviðsstjóra stjórnsýslusviðs, menntasviðs og umhverfissviðs, dags. 18.apríl, um gervigras á Kópavogsvöll og tillögur m.a. um að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll næsta vor og að keppnis- og æfingaaðstaða frjálsra íþrótta verði byggð upp á kastsvæði vestan áhorfendastúku Kópavogsvallar lögð fram .
Framlögð tillaga um gervigras á Kópavogsvöll, uppbyggingu keppnis- og æfingasvæðis fyrir frjálsrar íþróttir og endurnýjun gervigrass á Fagralundi var samþykkt með fimm atkvæðum.
Starfsmenn menntasviðs gerðu grein fyrir þeirri vinnu sem fram hefur farið á undanförnum vikum varðandi endurbætur á aðstöðu fyrir knattspyrnudeild og frjálsíþróttadeild Breiðabliks og niðurstöðu þessa máls á fundi bæjarráðs fyrr í dag.

Fundi slitið - kl. 18:00.