Íþróttaráð

19. fundur 04. desember 2012 kl. 16:15 - 19:15 í Molanum ungmennahúsi Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
  • Elvar Freyr Arnþórsson varafulltrúi
  • Andrés Gunnlaugsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Íþróttaráð Kópavogs samþykkti á fundi sínum þann 15. ágúst sl. að boða til stefnumótunarfunda um íþróttamál í Kópavogi með hlutaðeigandi aðilum.
Til fundarins er boðað með það að markmiði að leggja drög að íþróttastefnu fyrir Kópavogsbæ til náinnar framtíðar. Fulltrúar allra íþróttafélaga/-greina sem stundaðar eru í bænum voru boðaðir, aðal- og varafulltrúar íþróttaráðs Kópavogs og starfsmenn íþróttadeildar. Þá var bæjarfulltrúum jafnframt boðið.

Una María formaður bauð fundarmenn velkomna. Kvað hún iðkun íþrótta verða sífellt stærri hluta í lífi sérhvers einstaklings sem og mikilvægan þátt til bættrar lýðheilsu bæjarbúa.

Þátttakendur í fundinum voru 43 aðilar og var unnið í 5 hópum sem kynntu helstu niðurstöður hópanna í lok fundar. .

Á fundinum var  unnið með verkefnið út frá þremur lykilspurningum og fjórum grunnþáttum:

  

 

Lykilspurningar;

·         Hvert á hlutverk íþróttastefnu Kópavogs að vera?

·         Hver ættu markmið  stefnunnar að vera?

·         Hvernig koma skuli  stefnunni til framkvæmda?

Grunnþættir;

·         Almenningsíþróttir

·         Íþróttastarf barna og unglinga þar með talið ”skóli og íþróttir“

·         Afreksíþróttir

·         Samstarf Kópavogsbæjar og íþróttafélaganna

 Öllum gögnum safnað saman í lok fundar til frekari úrvinnslu hjá íþróttadeild bæjarins.

 

 

Fundi slitið - kl. 19:15.