Íþróttaráð

73. fundur 15. júní 2017 kl. 17:00 - 18:30 í Fannborg 2, 1. hæð, stærra fundarherbergi
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

1.17051914 - Dansíþróttafélag Kópavogs-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni DÍK um að fá 5,5 tíma í íþróttahúsi Kópavogsskóla á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við erindi DÍK um tíma í Kópavogsskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

2.1706513 - Breiðablik-teakwondodeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum

Lögð fram beiðni Taekwondodeildar Breiðabliks, þar sem óskað er eftir óbreyttum tímum í Lindaskóla á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við óskum TKD deildar um tíma í Lindaskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

3.17051797 - Ísbjörninn-Umsókn um afnot af æfingatímum í íþróttamannvirkjum. Kópavogs 2017 - 2018

Lögð fram beiðni frá Ísbirninum um að halda sömu tímum og félagið hefur nýtt á síðasta vetri (16/17).
Íþróttaráð samþykkir ósk félagsins um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

4.1706367 - Glóð-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni frá Glóð, þar sem óskað er eftir aðstöðu í íþróttahúsi Kópavogsskóla á þriðjudögum frá 16-19 og á fimmtudögum frá 15-20. Í Digranesi (veislusal) á mánudögum frá 17-18 og á þriðjudögum frá 16-17, alls 2 klukkustundir. Einnig óskar félagið eftir aðstöðu í Gullsmára á miðvikudögum og í Smáranum á mánudögum í klukkutíma eða frá 13:30-14:30.
Íþróttaráð samþykkir ósk félagsins (fimmtudagar í Kópavogsskóla verða þó frá 17-21). Ekki er tekin afstaða til umsóknar varðandi tíma í Gullsmára.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

5.1706232 - Vatnaliljur-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni Vatnalilja, þar sem óskað er eftir tíma í Fagralundi, eftir kl: 21:00, á mánudögum, föstudögum og sunnudögum á heilum velli og á þriðjudögum og fimmtudögum á hálfum velli.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um tíma í Fagralundi á föstudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum, en ekki á mánudögum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

6.1706139 - FC Sækó-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lagt fram
Frestað til næsta fundar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

7.1706138 - Gerpla-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni Gerplu um aðagang að Lindaskóla 4 daga í viku, 4-5 tíma í senn. Einnig óskar félagið eftir að fá úthlutaða tíma í Lindaskóla út maí.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk félagsins en Gerpla fær úthlutað 2 dögum í Lindaskóla, 5 tímum í senn, alls 10 tímum, líkt og á liðnu tímabili.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

8.1706036 - Skotíþróttafélag Kópavogs-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram tímatafla Skotíþróttafélags Kópavogs fyrir kjallarann í Digranesi.
Íþróttaráð samþykkir að félagið ráðstafi tímum sínum í kjallaranum í Digranesi.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

9.1706024 - Dansíþróttaféagið Hvönn-umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram tímatafla Dansfélagsins Hvannar fyrir Danssalinn í Kórnum.
Íþróttaráð samþykkir að félagið ráðstafi sínum tímum í danssalnum í Kórnum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

10.1706512 - Breiðablik-sunddeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni sunddeildar, þar sem óskað er eftir tíma í Sundlaug Kópavogs (innilaug, útilaug og barnalaug inni) og í Salalaug (útilaug og innilaug).
Íþróttaráð getur ekki orðið við beiðni um fjölgun tíma/brauta. Vísað til forstöðumanna sundlauganna til frekari úrvinnslu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

11.1706420 - Umsóknir um æfingatíma fyrir veturinn 2017 - 2018, samantekt

Lögð fram samantekt á þeim umsóknum sem borist hafa ráðinu frá íþróttafélögum fyrir næsta vetur.
Í samantektinni koma fram óskir deilda sem inn voru sendar og tillögur íþróttadeildar að afgreiðslu þeirra.
Jafnframt lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja Kópavogsbæjar sem byggja á töflum frá síðastliðnu ári og þeim tillögum sem liggja fyrir.
Íþróttaráð gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við framlagðar tillögur sem nánar eru útlistaðar í dagskrárliðum 45-67.
Íþróttaráð felur íþróttafulltrúa að eiga samskipti við íþróttafélögin svo sem varðandi framsetningu á umsóknum og gefa þeim færi á að gera skriflegar athugasemdir við þær tillögur sem lagðar hafa verið fyrir íþróttaráð. Einstaka málum/umsóknum frestað til næsta fundar sbr. neðangreinda dagskrárliði.

Iðkendastyrkir

12.17051670 - Gerpla, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 5.623.922.

Iðkendastyrkir

13.17051781 - HK-handboltadeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 2.288.778.

Iðkendastyrkir

14.17051782 - HK-knattspyrnudeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 2.888.726.

Iðkendastyrkir

15.17051783 - HK-blakdeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 333.042.

Iðkendastyrkir

16.17051785 - HK-teakwondodeild, iðkendastyrkur 2017

Engin umsókn barst frá deildinni þar sem starfsemi hennar lá niðri á sl., starfsári vegna aðstöðuleysis.
Íþróttaráð synjar erindinu.

Iðkendastyrkir

17.17051786 - HK-borðtennisdeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 134.634.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

18.1706503 - HK-bandýdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fyrir beiðni bandýdeildar HK, þar sem óskað er eftir sama tímafjölda í Digranesi og á liðnu tímabili.
Íþróttaráð samþykkir að bandýdeild HK fái úthlutað sama tímafjöldi í Digranesi og á liðnu tímabili. Félagið hefur til ráðstöfunar tíma í stóra salnum á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.
Önnur mál:

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

19.1706520 - Fyrirspurn vegna úttektar og mats á aðstöðu Breiðabliks

Fulltrúi Samfylkingar spyr í hvaða ferli mat á aðstöðu Breiðabliks sé hjá VSÓ ráðgjöf og bænum. Er úttekt og mati lokið? Ef svo er hvenær verða niðurstöður birtar og kynntar?
Deildarstjóri greindi frá því að málið væri á lokastigi og niðurstöðu væri að vænta innan tíðar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

20.1706368 - Stál-úlfur-barna- og unglingastarf, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni Stál-Úlfs, þar sem óskað er eftir 5 tímum á viku á gervigrasinu í Fagralundi fyrir 7. og 8. flokk í knattspyrnu. Litið er á æfingarnar sem tilraunaverkefni.
Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk félagsins að svo komnu máli.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

21.1706515 - Stál-úlfur-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fram beiðni Stál-Úlfs, þar sem óskað er eftir 4,5 tíma á gervigrasi í Fagralundi (1,5 tíma mánudag, fimmtudag og laugardag). Auk þessa sækir félagið um tíma fyrir Futsal 3 x 1,5 tíma í Digranesi.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um afgangstíma (eftir kl. 21) í Fagralundi að vetri og tíma á gervigrasi yfir sumartíma eins og verið hefur. Skoða þarf möguleika á afgangs tíma fyrir Futsal í Digranesi.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

22.1706516 - Stál-úlfur-körfuknattleiksdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fram umsókn Stál-Úlfs, þar sem óskað er eftir að félagið fái til ráðstöfunar alls 4,5 klst í íþróttahúsi Kársnes og keppnistíma fyrir deildina í Fagrilundi á sunnudögum.
Íþróttaráð getur orðið við óskum félagsins um 4,5 klst í íþróttahúsi Kársnes og keppnistíma fyrir deildina í Fagrilundi á sunnudögum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

23.1706499 - HK-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fram beiðni knattspyrnudeildar HK þar sem óskað er eftir að bæta við núverandi tíma í Kórnum á mánu-, þriðju-, og fimmtudögum frá 20-21 (alls 3 tímar) og um helgar á sunnudögum frá 13:30-16:00, alls 2,5 tímum til viðbótar í samfellu við núverandi tíma. Deildin óskar einnig eftir sömu tímum á gervigrasinu úti eins og félagið hefur haft. Samanlögð viðbót því 5,5 tímar.
Afgreiðslu frestað.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

24.1706500 - HK-borðtennisdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fyrir beiðni borðtennisdeildar HK, þar sem óskað er eftir samtals 14 tímum í Íþróttahúsi Snælandsskóla.
Íþróttaráð getur orðið við ósk borðtennisdeildar um tíma í Snælandsskóla með fyrirvara um áframhaldandi starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirlitinu.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

25.1706501 - HK-blakdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fyrir beiðni blakdeildar HK þar sem óskað er eftir 4 tímum í Íþróttahúsi Kópavogsskóla og sama tímafjölda í Fagralundi eins og á síðasta tímabili.
Íþróttaráð samþykkir að deildin fái úthlutað sama tímafjölda í Kópavogsskóla og Fagralundi og á síðasta tímabili til æfinga og keppni. Tímar sem deildin hafði til ráðstöfunar á sunnudögum gætu hins vegar fallið niður.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

26.1706502 - HK-handknattleiksdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fram beiðni handknattleiksdeildar HK, þar sem óskað er eftir sama tímafjölda í Digranesi og á síðasta tímabili, 12 tímum í íþróttahúsi Kársnes sem er aukning um 6 tíma. Óska eftir 6 tímum í Fagralundi/Snælandi fyrir yngstu iðkendur. Einnig óskar deildin eftir 6 tímum í Lindaskóla fyrir yngstu iðkendur, en undanfarið hefur félagið ekki verið með tíma í Lindaskóla.
Íþróttaráð samþykkir að deildin fái úthlutaðan sama tímafjöldi í Digranesi og á liðnu tímabili. Félagið hefur til ráðstöfunar tíma í stóra salnum á virkum dögum eftir að skóla lýkur á daginn og til kl. 21:00 á kvöldin. Deildin fær einnig úthlutað tímum um helgar undir æfingar og leiki.
Í Kársnesi fær deildin úthlutað sömu tímum og á síðasta tímabili 3 tíma á þriðjudögum og 3 tíma á föstudögum. Einnig stendur deildinni til boða að bæta við 6 tímum um helgar í Kársnesi (laugardaga eða sunnudaga). Deildin fær úthlutað 4 tímum í Fagralundi fyrir yngstu flokka deildarinnar. Ekki er hægt að verða við ósk félagsins um tíma í Lindaskóla né Snælandsskóla.

Iðkendastyrkir

27.17051787 - HK-bandýdeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 295.250.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

28.1706504 - HK-dansdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fyrir beiðni dansdeild HK, þar sem óskað er eftir 35 tímum í samkomusal í Fagralundi eða alla virka daga frá kl. 14-21.
Íþróttadeild getur orðið við ósk deildarinnar.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

29.1706507 - Breiðablik-karatedeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Engin umsókn barst um tíma frá Karatedeild Breiðabliks, en deildin hefur aðstöðu í Smáranum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

30.1706506 - Breiðablik-knattspyrnudeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð er fram beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks. Deildin óskar ekki eftir viðbótartímum við það sem hún hefur nú þegar í Fífunni. Hún óskar eftir sömu tímum í Fagralundi og á liðnu tímabili en gera þarf ráðstafanir vegna aðstæðna þar (útvega tíma annarstaðar nóv - mars). Óskað er eftir 4 klst í Kórnum frá 20:00-22:00 á þriðjudögum og fimmtudögum fyrir meistaraflokka félagsins, líkt og deildin hafði fyrir 3 árum. Þá er óskað eftir 4 klst. í íþróttahúsinu Fagralundi milli 17-19 2 virka daga (ekki föstudaga) til að sinna yngstu iðkendum í nærþjónustu.
Afgreiðslu frestað.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

31.1706508 - Breiðablik-körfuknattleiksdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni körfuknattleiksdeildar, þar sem óskað er eftir 5 tímum í Íþróttahúsi Kársnes, 11 tímum í Lindaskóla, 2 tímum í Kórnum og 6 tímum í Fagralundi á næsta vetri.
Íþróttaráð getur orðið við beiðni deildarinnar um 5 tíma í Kársnesi og ósk deildarinnar um fjölda tíma í Lindaskóla (11 klst). Tími frá 15-16 á föstudögum og tveir tímar á sunnudegi (12-14) verða þó að færast yfir á laugardag. Deildin fær úthlutað 4 tímum í Fagralundi fyrir yngstu flokka deildarinnar á föstudögum 15-17 og 2 tíma á sunnudögum. Ekki er hægt að verða við ósk deildarinnar um tíma í Kórnum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

32.1706509 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni frjálsíþróttadeildar Breiðabliks, þar sem óskað er eftir 7,5 tímum í Fagralundi og 7,5 tímum í Kórnum, eða alla virka daga frá kl. 16:15-17:45 (hálfur salur gæti verið nóg). Auk þess er deildin með tíma í Smáranum og Fífunni.
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum deildarinnar um þessa tíma. Deildin getur fengið tíma í Fagralundi á sunnudögum og einnig stendur deildinni til boða að vera með tíma í Kársnesi á virkum dögum.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

33.1706510 - Breiðablik-skíðadeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram beiðni skíðadeildar, þar sem óskað er eftir 2 klst. í stóra salnum í Digranesi milli kl. 17-19 á virkum degi. Til vara sækir deildin um 4 klukkutíma í Kársnesskóla (þriðjudaga og fimmtudaga 17-19).
Íþróttaráð getur ekki orðið við óskum deildarinnar um tíma í Digranesi. Deildinni er boðið að nýta tíma í Kársnesi. Deildin fær úthlutað 4 tímum í íþróttahúsi Kársnes (mánudaga 18-20 og fimmtudaga 17-19). Deildinni er einnig boðið að nýta tíma í Kópavogsskóla.

Umsóknir um aðstöðu til æfinga og keppni

34.1706511 - Breiðablik-skákdeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Engin umsókn barst frá Skákdeildinni en deildin hefur haft aðstöðu í glersal stúkunnar á Kópavogsvelli.

Umsóknir um sérstyrki

35.1706406 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna dómaranámskeiðs á áh. fimleikum kvenna

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna dómaranámskeiðs, í áhaldafimleikum kvenna, á vegum Fimleikasambands Íslands.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 25.000.

Iðkendastyrkir

36.1706037 - Íþróttafélagið Ösp, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 70.860.

Iðkendastyrkir

37.1706419 - Iðkendastyrkir íþróttaráðs 2017

Lögð fram yfirlitstafla um iðkendur íþróttafélaganna í Kópavogi ásamt tillögu íþróttadeildar að úthlutun iðkendastyrkja/starfsstyrkja íþróttaráðs fyrir árið 2017.
Upphæð styrks byggir á því að greiddur er einfaldur styrkur fyrir alla iðkendur sem eru á aldrinum 6-12 ára, en þrefaldur styrkur fyrir iðkendur á aldrinum 13-19 ára.
Með áherslum þessum vill íþróttaráð beina því til íþróttafélaganna, að bjóða upp á áhugavert og öflugt íþrótta- og forvarnarstarf fyrir iðkendur sína, með það í huga að sporna gegn ótímabæru brottfalli þeirra úr íþróttum á unglingsaldri.
Íþróttaráð samþykkir framlagða tillögu og úthlutar iðkendastyrkjum fyrir árið 2017 að upphæð kr. 25.175.377,- til íþróttafélaganna í Kópavogi, sbr. dagskrárliði 17 - 41 hér að neðan.

Umsóknir um sérstyrki

38.17051674 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna dómaranámskeiða

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna dómaranámskeiðs, í áhaldafimleikum karla, fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 35.000.

Umsóknir um sérstyrki

39.17051675 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna fræðslufyrirlesturs

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna fræðslufyrirlesturs allra iðkendur keppnishópa og foreldra þeirra.
Íþróttaráð synjar erindinu.

Umsóknir um sérstyrki

40.17051676 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða - sérgreinahluti FSÍ 1B

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna dómaranámskeiðs, í áhaldafimleikum kvenna, á vegum Fimleikasambands Íslands.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 105.000.

Umsóknir um sérstyrki

41.1706404 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna námskeiðs fyrir eldri iðkendur

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna námskeiðs sem haldið var fyrir elstu iðkendur keppnishópa í hópfimleikum hjá félaginu.
Íþróttaráð synjar erindinu.

Umsóknir um sérstyrki

42.1706403 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna dómaranámskeiðs í áh. fimleikum karla (7)

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna dómaranámskeiðs, í áhaldafimleikum karla, á vegum Fimleikasambands Íslands.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000.

Umsóknir um sérstyrki

43.1706405 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna leiðtogaþjálfunar

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna leiðtogaþjálfunar fyrir stjórnanda.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 15.000.

Iðkendastyrkir

44.1706137 - Skautafélag Reykjavíkur-listhlaupadeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 106.290.

Umsóknir um sérstyrki

45.1706411 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna þátttöku 1 þjálfara og iðkenda á námskeið í Portúgal

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs í áhaldafimleikum í Portúgal dagana 21. - 27. maí 2017.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.

Umsóknir um sérstyrki

46.1706412 - Gerpla-Umsókn um styrk v. þátttöku þjálfara á móttökunámskeið

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiðs, móttökunámskeið ætlað þeim sem eru að hefja þjálfaramenntun sína, á vegum Fimleikasambands Íslands.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 10.000.

Umsóknir um sérstyrki

47.1706414 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna námskeiðs hjá Dr David Tilley

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaramenntunar með Dr. David Tilley.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 45.000.

Umsóknir um sérstyrki

48.1706415 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna námskeiðs ÍSÍ þjálfara1

Lagt fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaramenntunar á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, þjálfari 1.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 60.000.

Umsóknir um sérstyrki

49.1706409 - Gerpla-Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiða - sérgreinahluti FSÍ 2A

Lag fram erindi frá Gerplu, dags. 24. maí sl., þar sem óskað er eftir styrk vegna þjálfaranámskeiða, sérgreinahluta FSÍ 2A.
Íþróttaráð samþykkir styrk að upphæð kr. 10.000.

Umsóknir um sérstyrki

50.1706418 - Sérstyrkir vor 2017

Erindi var sent til allra íþróttafélaganna í Kópavogi þar sem þau voru hvött til að sækja um árlega sérstyrki eins og úthlutað hefur verið um árabil. Aðeins bárust inn umsóknir frá einu félagi að þessu sinni.
Lögð fram yfirlitstafla yfir umsóknir um sérstyrki íþróttaráðs í júní 2017 ásamt tillögum íþróttadeildar að úthlutun sérstyrkja í þessari úthlutun sbr. dagskráliði 4 - 15.
Úthlutun sérstyrkja byggir á þeirri meginreglu að styrkja innviði íþróttafélaganna, hið faglega starf sem og að styðja við nýbreytni og frumkvöðlaverkefni sem fram fer á þeirra vegum.
Íþróttaráð samþykkir að veita íþróttafélögunum sérstyrki að upphæð kr. 415.000,- samkvæmt framlagðri tillögu með sbr. dagskrárliði 4 - 15 hér að neðan.
Íþróttaráð áréttar mikilvægi þess að þeir sem hljóta styrk frá Íþróttaráði skili inn upplýsingum um hvernig viðkomandi verkefni fór fram og aðrar gagnlegar upplýsingar sem þeim tengjast.

Almenn mál

51.17051661 - HK-Beiðni um að halda pæjumót í Kórnum

Lögð fram umsókn HK um að halda, í Kórnum, 2ja daga knattspyrnumót stúlkna í janúar 2018, nánar tiltekið 27. - 28.
Íþróttaráð samþykkir erindið.

Iðkendastyrkir

52.1706402 - Breiðablik-knattspyrnudeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 5.123.178.

Iðkendastyrkir

53.17051788 - GKG, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 1.294.376.

Iðkendastyrkir

54.17051989 - Dansíþróttafélag Kópavogs, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 420.436.

Iðkendastyrkir

55.17051990 - Hjólreiðafélag Reykjavíkur, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 151.168.

Iðkendastyrkir

56.17052088 - Breiðablik-Kraftlyftingadeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 7.086.

Iðkendastyrkir

57.1706397 - Breiðablik-frjálsíþróttadeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 847.958.

Iðkendastyrkir

58.1706398 - Breiðablik-hjólreiðadeild, iðkendastyrkur 2017

Þar sem iðkendur hjólreiðadeildar Breiðabliks eru allir eldri en 19 ára á þessu ári úthlutar íþróttaráð ekki iðkendastyrk til deildarinnar.

Iðkendastyrkir

59.1706399 - Breiðablik-karatedeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 585.776.

Iðkendastyrkir

60.1706400 - Breiðablik-körfuknattleiksdeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 1.273.118.

Almenn mál

61.1706461 - Breiðablik-sunddeild, umsókn um æfingatíma í íþróttamannvirkjum 2017 - 2018

Lögð fram umsókn sunddeildar Breiðabliks um aðstöðu í innilaug Sundlaugar Kópavogs vegna sundmóta á vegum deildarinnar veturinn 2017-2018.
Íþróttaráð tekur vel í að Sunddeild Breiðabliks bjóði upp á fjölþættari sundmót á sínum vegum og vísar erindinu til forstöðumanna sundlauganna til frekari úrvinnslu.

Iðkendastyrkir

62.17052089 - Breiðablik-Skákdeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 318.870.

Iðkendastyrkir

63.17052090 - Breiðablik-Sunddeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 439.332.

Iðkendastyrkir

64.17052091 - Breiðablik-Teakwondodeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 177.150.

Iðkendastyrkir

65.17052092 - Breiðablik-Skíðadeild, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 257.458.

Iðkendastyrkir

66.17052093 - Dansfélagið Hvönn, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 290.526.

Iðkendastyrkir

67.17051779 - Tennisfélag Kópavogs, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 507.830.

Iðkendastyrkir

68.1706136 - Hestamannafélagið Sprettur, iðkendastyrkur 2017

Íþróttaráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 1.553.015.

Fundi slitið - kl. 18:30.