Íþróttaráð

72. fundur 08. júní 2017 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Magnús Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá
Matthías Imsland boðaði forföll.

Almenn mál

1.17051887 - Sameiginleg vinna fastanefnda menntasviðs

Á fundi Menntaráðs þann 4. apríl sl., óskaði ráðið eftir sameiginlegum fundi allra fastanefnda Menntasviðs til að undirbúa vinnu við stefnumótun sviðsins en í erindisbréfi menntaráðs er kveðið á um það að eitt af hlutverkum þess sé að hafa samráð við aðrar nefndir sviðsins um sameiginlega stefnumótun.
Meginhlutverk allra nefnda kynnt sem og helstu stefnur menntasviðs.
Margrét Friðriksdóttir formaður menntaráðs setti fundinn og gerði grein fyrir tilgangi hans. Því næstu kynnti hún hlutverk menntaráðs. Jón Finnborgason, formaður íþróttaráðs, og Eiríkur Ólafsson, formaður leiksskólanefndar, gerðu síðan grein fyrir hlutverki og helstu verkefnum sinna nefnda.

Anna Birna Snæbjörnsdóttir, sviðstjóri menntasviðs, kynnti menntasvið, skipulag þess og hlutverk. Að því búnu voru hópumræður þar sem eftirfarandi spruningar voru ræddar:
- Hverjir eru helstu samstarfsfletir deilda á menntasviði?
- Hver eru mikilvægustu verkefni menntasviðs næstu 3 ár?
- Til hvers sameiginleg stefnumótun?

Áætlað er að næsti sameiginlegi fundur nefndanna verði í október nk.

Fundi slitið - kl. 19:00.