- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Íþróttaráð tekur undir óskir Breiðabliks og leggur jafnframt áherslu á það að nú sé tækifæri til að bæta enn frekar þá góðu aðstöðu sem boðið er upp á í Fífunni. Mikilvægt er að aðstaðan henti sem allra best þeim iðkendum, áhorfendum, starfsfólki og aðilum sem leigja mannvirkið undir ýmsa viðburði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar
Una María formaður íþróttaráðs bauð fulltrúa Gerplu velkomin á fund ráðsins.
Formaður Gerplu þakkaði fyrir það tækifæri að koma til fundar við íþróttaráð og lagði fram minnisblað frá Gerplu dags. 30. jan. 2013 til umræðu á fundinum. Helstu atriði minnisblaðsins eru;
Ásókn í þjónustu félagsins, húsnæðisaðstaða félagsins, vinnuaðstaða starfsfólks, viðhaldsþörf mannvirkis, aðstaða fyrir foreldra, hættuleg áhöld og að Evrópumót í hópfimleikum fer fram á Íslandi 2014.
Framkvæmdastjóri Gerplu greindi síðan í stuttu máli frá því hvernig starfsemi félagsins færi fram í dag og hvað væri helst til úrbóta gagnvart þeim atriðum sem listuð væru upp á minnisblaðinu.
Góðar umræður urðu um málefni félagsins þar sem fulltrúar íþróttaráðs fengu svör við nokkrum beinum spurningar sem meðal annars véku að biðlistum, æfingagjöldum og forgangi barna úr Kópavogi til æfinga í Gerplu.
Að lokum var fulltrúum íþróttaráðs boðið í vettvangsferð um aðstöðu félagsins í Versölum.
Fundi slitið - kl. 19:00.
Íþróttaráð getur ekki orðið óskum blakdeildarinnar um gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum bæjarins. Ráðið vill hins vegar benda deildinni á þann möguleika að leita samninga við íþróttadeildina um afslátt á grundvelli hins mikla fjölda sem tekur þátt í öldungamóti BLÍ 2013.