Íþróttaráð

22. fundur 30. janúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1212059 - Öldungamót BLÍ 2013

Lagt fram erindi frá blakdeild HK dags. 28.01.2013 þar sem íþróttaráði er þökkuð afgreiðsla ráðsins um aðgang að Kórnum fyrir 38. öldungamóts BLÍ dagana 28. til 30. apríl nk.
Í erindinu er jafnframt óskað er eftir því að þátttakendur mótsins fái frían aðgang að sundlaugum Kópavogsbæjar á meðan á mótinu stendur.













Íþróttaráð getur ekki orðið óskum blakdeildarinnar um gjaldfrjálsan aðgang að sundlaugum bæjarins. Ráðið vill hins vegar benda deildinni á þann möguleika að leita samninga við íþróttadeildina um afslátt á grundvelli hins mikla fjölda sem tekur þátt í öldungamóti BLÍ 2013.  

2.1301438 - Endurnýjun gervigrass á Fífuna

Framkvæmdaráð Kópavogsbæjar heimilaði á fundi sínum í morgun að undirbúa útboð á endurnýjun gervigrass á Fífuna.

Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Breiðabliks dags. 22. jan. sl. þar sem fram kemur eindregin ósk félagsins um að aðalhlaupabrautin verði færð yfir í vestur hluta Fífunnar, enda yrði það til mikilla bóta "fyrir iðkendur, starfsfólk og ekki síst fyrir, sýnendur sem koma með viðburði í húsið".











Íþróttaráð tekur undir óskir Breiðabliks og leggur jafnframt áherslu á það að nú sé tækifæri til að bæta enn frekar þá góðu aðstöðu sem boðið er upp  á í Fífunni.  Mikilvægt er að aðstaðan henti sem allra best þeim iðkendum, áhorfendum, starfsfólki og aðilum sem leigja mannvirkið undir ýmsa viðburði.





3.1212249 - Frístundastyrkur - Breyting

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 8. þessa mánaðar með níu atkvæðum að hækka frístundastyrk vegna íþróttaiðkunar barna úr 12.000 kr. í 13.500 kr. næsta haust.

Lagt fram til kynningar

4.1212061 - Styrkbeiðni v. hátalarakerfis í sundlaug

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 24. þessa mánaðar tillögu deildarstjóra um styrkveitingu sem nemi allt að 75% af áætluðum kostnaði, en þó að hámarki 150 þús. kr.

Lagt fram til kynningar

5.1301648 - Vettvangsferðir Íþróttaráðs 2013 - Gerpla

Íþróttaráð hóf heimsóknir til íþróttafélaganna í íþróttamiðstöðinni Versölum, í félagsaðstöðu Gerplu.
Fulltrúar Gerplu á fundinum voru Jón Finnbogason formaður, Auður Inga Þorsteinsdóttir,Arnar Ólafsson, Ragnheiður M Ólafsdóttir, Harpa Þorláksdóttir, Jane María Sigurðardóttir, Margrét Auðunsdóttir og Linda Laufdal Traustadóttir

Una María formaður íþróttaráðs bauð fulltrúa Gerplu velkomin á fund ráðsins.  

Formaður Gerplu þakkaði fyrir það tækifæri að koma til fundar við íþróttaráð og lagði fram minnisblað frá Gerplu dags. 30. jan. 2013 til umræðu á fundinum. Helstu atriði minnisblaðsins eru;

Ásókn í þjónustu félagsins, húsnæðisaðstaða félagsins, vinnuaðstaða starfsfólks, viðhaldsþörf mannvirkis, aðstaða fyrir foreldra, hættuleg áhöld og að Evrópumót í hópfimleikum fer fram á Íslandi 2014.

Framkvæmdastjóri Gerplu greindi síðan í stuttu máli frá því hvernig starfsemi félagsins færi fram í dag og hvað væri helst til úrbóta gagnvart þeim atriðum sem listuð væru upp á minnisblaðinu.

Góðar umræður urðu um málefni félagsins þar sem fulltrúar íþróttaráðs fengu svör við nokkrum beinum spurningar sem meðal annars véku að biðlistum, æfingagjöldum og forgangi barna úr Kópavogi til æfinga í Gerplu.  

Að lokum var fulltrúum íþróttaráðs boðið í vettvangsferð um aðstöðu félagsins í Versölum.

Fundi slitið - kl. 19:00.