Íþróttaráð

57. fundur 03. mars 2016 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
  • Lovísa Ólafsdóttir aðalfulltrúi
  • Hlín Bjarnadóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson varafulltrúi
  • Magnús Jakobsson varafulltrúi
  • Matthías Páll Imsland aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1512172 - Skemmtilegri skólalóðir.

Undir þessum dagskrárlið sat Garðyrkjustjóri Kópvavogs fundinn en hann stýrir verkefninu.
Garðyrkjustóri kynnti verkefnið "Skemmtilegri skólalóðir" fyrir fundarmönnum og gerði grein fyrir næstu skrefum í því.
Eftir almennar umræður og fyrirspurnir var Garðyrkjusjóra þökkuð kynningin.

2.1512539 - Viðmiðunarreglur um notkun Kópavogsvallar og stofnun Vallarráðs.

Lagðar fram umsagnir HK og Breiðabliks sem óskað var eftir á fundi ráðsins þann 17. desember sl.
Lagt er til að tengja stofnun Vallarráðs við reglurnar.
Íþróttaráð samþykkir framlagða breytingu á reglunum.
Íþróttaráð skipar forstöðumann íþróttavalla sem formann Vallarráðs Kópavogsvallar og annarra grasvallasvæða í Kópavogi.
Íþróttaráð óskar jafnframt eftir því að HK og Breiðablik tilnefni einn fulltrúa frá hvoru félagi í Vallarráð.

3.1506124 - Starfshópur um framtíðarskipulag knattspyrnumála í Kópavogi

Lagt fram svarbréf frá Knattspyrnudeildar Breiðabliks dags. 16. febrúar sl., við bréfi formanns íþróttaráðs dags. 17. nóv. sl þar sem óskað var eftir því að fá "ítarlega greinargerð um fyrirhugaða notkun á svæði Fagralundar" verði deildinni úthlutað svæðinu til afnota.
Jafnframt lagt fram minnisblað frá starfshópi um framtíðarskipan knattspyrnumála í Kópavogi, dags. 29.02.2016, með tillögum um uppskiptingu starfssvæða íþróttafélaga í bænum.
Starfshópurinn leggur til við íþróttaráð að fela íþróttadeild Kópavogsbæjar að framkvæma þá uppskiptingu sem tilgreind er í yfirlýsingum Kópavogsbæjar, HK og Breiðabliks frá 2013 og 2014 , sem felur í sér skiptingu þjónustusvæða með 2ja km radíus umhverfis Kórinn og Fífuna.
Í framkvæmd verði miðað við að uppskipting fari fram eigi síðar en 1. júní 2016.

Íþróttadeild mun því úthluta;

1.
Breiðablik allri knattspyrnuaðstöðu að Fagralundi til notkunar. Tryggt verði að sú starfssemi sem Breiðablik verði með muni fá nauðsynlegan aðgang að aðstöðu í húsnæði Fagralundar eins og venja er um slíka notkun. Notkun Breiðabliks á knattspyrnuvöllunum skal ekki hafa áhrif á notkun HK á húsnæði Fagralundar fyrir innanhússgreinar s.s. fyrir dans og blak.

2.
HK verði úthlutað Knattspyrnuvelli að Versölum til notkunar fyrir æfingar í barna og unglingastarfi í knattspyrnu. Notkun HK á knattspyrnuvöllunum fyrir barna- og unglingastarf skal þó ekki takmarka notkun Gerplu á svæðinu fyrir barna og unglingastarf svo sem á leikjanámskeiðum á sumrin.

3.
Íþróttadeild í samráði við vallarráð mun áfram úthluta aðstöðu á báðum vallarsvæðunum til að framkvæma keppnisleiki eftir álagi og umfangi hjá hvoru félagi fyrir sig.

Íþróttaráð samþykkir að með úthlutun knattspyrnusvæða í Fagralundi til Breiðabliks eigi það jafnt við um almenn sumarnámskeið, svo sem "íþróttir og útilíf" og knattspyrnuskóla félagsins.
Íþróttaráð samþykkir tillögur starfshópsins og vísar þeim til staðfestingar bæjarráðs.
Matthías Imsland sat hjá við afgreiðslu málsins.

4.16021017 - Íþróttadeild - Sumarnámskeið 2016

Lagðar fram upplýsingar, umsóknareyðublöð og reglur varðandi sumarnámskeið íþróttafélaga 2016.
Íþróttaráð staðfestir framlagðar starfsreglur. Starfmönnum falið að kalla eftir umsóknum og upplýsingum frá íþróttafélögunum fyrir sumarið 2016.

5.16021018 - Málefni sundlauga 2016

Lögð fram tillaga íþróttadeildar um opnun sundlauganna í bænum á hátíðardögum (rauðum dögum) 2016.
Íþróttaráð fagnar því að þjónusta sundlauganna sé aukin með því að hafa opið á fleiri hátíðardögum á árinu 2016 en verið hefur og að það rúmist innan ramma fjárhagsáætlunar.

6.1602965 - Viðhald á Kópavogsvelli

Lagt fram erindi frá Breiðablik dags. 23. febrúar sl., þar sem vakin er athygli á því að Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 2016 fari fram á Kópavogsvelli á komandi sumri. Með erindinu er óskað eftir því að íþróttaráð hlutist til um að farið verði í þau viðhaldsverkefni sem til þarf, sem er að endurnýja brautarmerkingar að hlaupabrautum, svo að Kópavogur geti með reisn hýst helstu innlendu frjálsíþróttamótin.
Starfsmönnum falið að kanna kostnað við endurnýjun merkinga fyrir næsta fund.
Frestað.

7.1602091 - Vinnureglur íþróttadeildar um eftirlit með gjaldskrárbreytingum.

Lagt til að inn í reglurnar komi ítarlegri greining á þeirri upplýsingargjöf sem þjónustuveitendur, sem aðild eiga að íþrótta- og tómstundakerfi Kópavogsbæjar, þurfa að leggja fram í upphafi æfingatímabils.
Íþróttaráð samþykkir framlagðar breytingar og felur starfsmönnum að senda vinnureglurnar til kynningar íþróttafélögunum í bænum.

Fundi slitið.