Íþróttaráð

27. fundur 29. ágúst 2013 kl. 12:00 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Gunnar Guðmundsson starfsmaður nefndar
  • Valdimar F Valdimarsson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gunnar Guðmundsson Íþróttafulltrúi
Dagskrá

1.1308589 - Óskir Skákdeildar Breiðabliks um tíma í stúku við Kópavogsvöll

Erindi frá Skákdeild Breiðabliks, dags. 23.ágúst 2013, þar sem óskað er eftir afnotum í sal stúkunnar á Kópavogsvelli fyrir starfsemi deildarinnar.

Íþróttaráð felur starfsmönnum ráðsins að vinna að lausn málsins í samráði við formenn Kraftlyftinga- og Skákdeildar Breiðabliks. 

2.1308386 - Ósk um aðstoð v/ framkvæmdar á firmakeppni í þríþraut

Erindi frá Þríþrautafélagi Kópavogs, (ÞRIKO, dags. 9. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir stuðningi Kópavogsbæjar við framkvæmd Firmakeppni ÞRÍKÓ 8. september nk. Erindinu fylgir þakkarbréf til íþróttaráðs vegna aðstoðar við síðasta mót félagsins.

Íþróttaráð samþykkir erindið og felur starfsmönnum ráðsins að afgreiða málið.

3.1308587 - Leikfélag Kópavogs - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ leiklistarnámskeiða fyrir bö

Lagður fram tölvupóstur dags. 14. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ leiklistarnámskeiða fyrir börn og unglinga sem Leikfélag Kópavogs býður upp á.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Leikfélags Kópavogs um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna leiklistarnámskeiða, með fyrirvara um samþykki Forvarnar- og frístundanefndar.

4.1308582 - Heilsuskóli Tanyu - Umsókn um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar v/ Zumbanámskeiða fyrir börn og

Lagður fram tölvupóstur dags. 18. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar v/ zumbanámskeiða fyrir börn- og unglinga sem Heilsuskólinn býður upp á.

Íþróttaráð samþykkir umsókn Heilsuskóla Tanyu um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna zumbanámskeiða, með fyrirvara um samþykki Forvarnar- og frístundanefndar.

5.1305354 - Styrkbeiðni vegna ferðar á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg

Lagt fram erindi frá Laufeyju Björk Sigmarsdóttur, dags. 22. apríl 2013, þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku hennar á Smáþjóðaleikunum í Lúxemburg. Erindinu var frestað á fundi ráðsins í maí sl.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ferðastyrkir ráðsins voru aflagðir árið 2011. Ráðið fékk fjárveitingu til afreksstyrkja fyrir árið 2013 en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um ráðstöfun þeirra. Nánar auglýst síðar.

6.1305353 - Styrkbeiðni vegna landsliðsverkefna

Lagður fram tölvupóstur, dags. 16. apríl 2013, frá fimm leikmönnum Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks með ósk um ferðastyrk vegna verkefna með unglingalandsliðum í körfuknattleik. Erindinu var frestað á fundi ráðsins í maí sl.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu þar sem ferðastyrkir ráðsins voru aflagðir árið 2011. Ráðið fékk fjárveitingu til afreksstyrkja fyrir árið 2013 en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um ráðstöfun þeirra. Nánar auglýst síðar.

7.1308594 - HK Knattspyrnudeild - Ósk um að spila síðustu heimaleiki mfl. karla í Fagralundi.

Lagður fram tölvupóstur frá meistaraflokksráði HK í knattspyrnu karla, dags. 19.08 2013, þar sem óskað er eftir að spila síðustu þrjá heimaleiki liðsins í Fagralundi.

Íþróttaráð samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 13:00.