Íþróttaráð

35. fundur 23. apríl 2014 kl. 12:00 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Júlíusson starfsmaður nefndar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
  • Evert Kristinn Evertsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Helgi Hrafn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Anna María Bjarnadóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jón Júlíusson Deildarstjóri íþróttadeildar
Dagskrá

1.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Lögð fram endurskoðuð drög að Íþróttastefnu Kópavogsbæjar dagsett 28. apríl 2014.

Íþróttaráð samþykkir framlagða Íþróttastefnu og vísar henni til samþykktar bæjarstjórnar.

Íþróttaráð leggur áherslu á að stefnan verði höfð að leiðarljósi við stefnumarkandi ákvarðanir hjá Kópavogsbæ í framtíðinni.

2.1403400 - Iðkendastyrkir 2014

Íþróttaráð felur starfsmönnum að endurskoða vinnureglur íþróttaráðs um úthlutun iðkendastyrkja og leggja fyrir næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 13:00.